„Ég var ekkert að grínast með að vera snyrtipinni“

Ilmvatn og lavander-sprey eru hlutir sem eru alltaf í snyrtitöskunni.
Ilmvatn og lavander-sprey eru hlutir sem eru alltaf í snyrtitöskunni. Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet

Berg­lind Alda Ástþórs­dótt­ir er 25 ára ný­út­skrifuð leik­kona úr Lista­há­skóla Íslands. Nú fara dag­ar henn­ar í að æfa fyr­ir gam­an­leik­ritið Tóm ham­ingja, sem verður sýnt í Borg­ar­leik­hús­inu í vet­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að hugsa um húðina og þá sér­stak­lega þegar hún þarf að nota mik­inn leik­hús­farða í mis­mun­andi verk­efn­um.

Hvað ger­ir þú til þess að hugsa sem best um húðina?

„Mér finnst húðin mín alltaf upp á sitt besta þegar ég hugsa sér­stak­lega vel um lík­am­lega og and­lega heilsu. Ef ég er dug­leg að drekka vatn, fara að sofa á skikk­an­leg­um tíma, hreyfa mig og borða nokkuð hollt er eins og þetta hald­ist í hend­ur og húðin ljóm­ar meira og er heil­brigðari. Ég er líka al­gjör snyrtip­inni í dag­legu lífi og það á líka við þegar kem­ur að húðinni. Ég passa mig að þrífa hana vel og al­mennt koma sem minnst við hana nema með hrein­um hönd­um.“

Berglind finnur mun á húðinni þegar hún er dugleg að …
Berg­lind finn­ur mun á húðinni þegar hún er dug­leg að drekka vatn, hreyfa sig og sef­ur vel. Ljós­mynd/​Stef­an­ía Elín Linn­et

Hver er húðrútína þín ef þú ert með slíka?

„Ég byrja alltaf á því að þrífa húðina vel með góðum hreinsi. Næst nota ég Tea Tree Toner, elska allt Tea Tree, til að hreinsa burt öll óhrein­indi. Svo finnst mér al­gjört æði að nota líf­ræna and­lit­sol­íu sem ég var að upp­götva frá The Ord­in­ary. Ég set and­lit­skremið mitt í bland við hana, en ég nota Cera­Ve-rakakremið sem inni­held­ur líka sól­ar­vörn, stór plús! Að lok­um set ég smá augnkrem frá Cl­in­ique und­ir aug­un og ef ég er í stuði tek ég augn­hárasermi frá Ord­in­ary og set á augn­hár og auga­brún­ir.“

Lífræn andlitsolía frá The Ordinary, kostar 2.898 kr.
Líf­ræn and­lit­sol­ía frá The Ordin­ary, kost­ar 2.898 kr.
CeraVe andlitskrem, 3.998 kr.
Cera­Ve and­lit­skrem, 3.998 kr.
Clinique augnkrem, kostar 7.410 kr.
Cl­in­ique augnkrem, kost­ar 7.410 kr.

Hvað er að finna í snyrti­budd­unni þinni?

„Í fyrsta lagi er ég alltaf með ilm­vatn í budd­unni – það þarf að ilma vel til að líta vel út – og lavend­er-hand­spritt. Ég var ekk­ert að grín­ast með að vera snyrtip­inni. Ann­ars er það helsta hjá mér bleiki Elf pri­mer-inn, Drunk Elephant bronz­ing-drop­arn­ir, allt of marg­ir kinna­lit­ir, NARS-hylj­ari, Huda Beauty-púður, vara­sal­vi, vara­blý­ant­ur, Sum­mer Fri­days-gloss, auga­brúna­blý­ant­ur og GOSH-gelið, brúnn augn­blý­ant­ur og Sky High-maskar­inn. Var að kaupa hann í vín­rauðum, mæli með.“

Sky High maskari frá Maybelline, 3.349 kr.
Sky High maskari frá May­bell­ine, 3.349 kr.

Hvernig farðar þú þig dags dag­lega?

„Ég elska svona nátt­úru­legt ljóm­andi út­lit þessa dag­ana. Ég byrja á því að setja smá bronz­ing-dropa á skygg­ing­ar­svæðin og svo er ég voða skot­in í Halo Glow-kinna­litn­um frá Elf. Ég set hann næst á kinn­arn­ar og smá á nefið. Við elsk­um að líta út fyr­ir að hafa verið í sól­inni þótt það sé eng­in sól. Svo nota ég NARS-hylj­ara með litl­um bursta á þau svæði sem þarf og tek svo auga­brúnag­elið frá GOSH til að greiða auga­brún­irn­ar. Síðan nota ég Huda Beauty-púðrið á T-svæðið og maka síðan á mig vara­sal­va og REFY eða Mac-vara­blý­anti. Ég enda síðan alltaf á því að setjja vel af sett­ing-spreyi yfir and­litið því þá líður mér eins og ég sé fersk­ari.“

Augabrúnagel frá Gosh, kostar 2.640 kr.
Auga­brúnag­el frá Gosh, kost­ar 2.640 kr.

Hvert er besta förðun­ar­trix sem þú hef­ur lært?

„Minna er meira. Ég byrjaði frek­ar seint að mála mig en þegar ég var í Verzló var ég eitt­hvað byrjuð að fikra mig áfram og það var stund­um al­gjört lest­ar­slys. Auga­brúna­blinda er til.“

Áttu þér upp­á­halds­snyrti­vöru?

„Akkúrat núna er upp­á­halds­snyrti­var­an mín Bronz­ing-drop­arn­ir frá Drunk Elephant. Ég set bara nokkra dropa í bland við rakakremið mitt og maður er strax miklu frísk­ari.“

Bronzing-dropar frá Drunk Elephant. Kosta 5.840 kr.
Bronz­ing-drop­ar frá Drunk Elephant. Kosta 5.840 kr.

Hvað mynd­ir þú aldrei bera á húðina?

„Ég myndi aldrei nota hreinsi­klúta til að þrífa húðina mína nema í al­gjörri neyð. Ég er með nokkuð viðkvæma húð þannig að það að nudda svona þurrk­um fram­an í mig ger­ir húðina mjög pirraða og rauða, ekki gott.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Sko, við búum á Íslandi og það er að koma vet­ur. Þannig að stund­um tek ég Marc In­bane-brúnku­spreyið og spreyja því í þétt­an bursta þannig að eft­ir kvöld-húðrútín­una mína nota ég burst­ann á contour-svæðin á and­lit­inu. Þá vakn­ar maður eins og ný mann­eskja. All­ir segja vá, varstu í út­lönd­um? Og ég svara bara nei elsk­an, þetta er bara smá brúnku­sprey í bursta. Eða augn­hára­leng­ing­ar. Við sér­stök til­efni hef ég dekrað extra vel við mig og farið í augn­hára­leng­ing­ar og finnst það geggjað bjútítrix. Mér finnst þær gera svo ótrú­lega mikið, maður vakn­ar og er bara strax til­bú­inn. Það þarf ekk­ert meira. Tala nú ekki um ef ég geri þetta hvort tveggja, þá er ekk­ert sem get­ur stoppað mig.“

Marc Inbane brúnkusprey, 8.920 kr.
Marc In­bane brúnku­sprey, 8.920 kr.

Hver var fyrsta snyrti­var­an sem þú eignaðist?

„Því miður eignaðist ég auga­brúna­blý­ant allt of snemma og gekk um ganga Verzl­un­ar­skól­ans eins og trúður.“

Berglind elskar ljómandi og náttúrulegt útlit.
Berg­lind elsk­ar ljóm­andi og nátt­úru­legt út­lit. Ljós­mynd/​Stef­an­ía Elín Linn­et
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda