Sérfræðingar úr tískugeiranum vita sitthvað um hvað hægt er að gera hvað fatastíl varðar ef tíminn er naumur. Vefritið Stylist tók saman bestu ráð sérfræðinga:
„Ég vinn í tískugeiranum og ferðast mikið vegna vinnu. Þegar ég þarf að vera vel til höfð en hef lítinn tíma þá passa ég á að pakka alltaf einlitum fötum í sama lit. Þá er auðvelt að para föt saman. Ég átta mig á því að svart getur verið leiðinlegt þannig að ég bæti stundum við einum lit t.d. með hálsmeni, sólgleraugum, töskum eða skóm. Þá má benda á að það er ekki hægt að slá feilnótu með síðri kápu og hælaskóm.,“ segir Lucy Mguire í viðtali við The Stylist.
„Ég legg alltaf áherslu á að velja einföld föt en poppa þau upp með fylgihlutum eins og geggjuðum skóm. Þá lítur maður út fyrir að hafa úthugsað útlist sitt. Þá getur rauður varalitur og flott veski gert mikið fyrir heildarútlitið,“ segir Nicki Hoyne skóhönnuður. „Þá er ég nýlega búin að tileinka mér þann sið á sunnudögum að velja föt fyrir vikuna og hengja þau upp á fataslá. Það hefur breytt öllu.“
„Flestar flíkur mínar eru í hlutlausum lit. Ég get nánast valið flíkur úr fataskápnum blindandi og þær passa saman. Þetta gerir það að verkum að ég er fljót að hafa mig til,“ segir Krissy Turner.
„Samfestingur úr gallaefni er það besta sem ég hef uppgötvað. Það er hægt að klæðast hann bæði spari og hversdags. Þá er samfestingur algjör tímasparnaður. Maður fer svo bara í síða kápu yfir hann á veturna,“ segir Amelia Heard.