Getur ljósagríma hjálpað rósroðahúð?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort ljósa­gríma gæti verið eitt­hvað fyr­ir hana.

Góðan dag,

mig langaði að for­vitn­ast hvort að grím­ur með LED ljós­um (LED lig­ht mask) gætu mögu­lega hjálpað við að halda rós­roða í skefj­um? Sér­stak­lega grím­ur sem bjóða upp á mis­mun­andi ljós­astill­ing­ar, rauða og bláa ljósameðferð.

Kveðja,

GH

Sæl.

LED ljósameðferð hef­ur verið notuð í lang­an tíma á sér­fræðistof­um húðlækna til að meðhöndla ýmis húðvanda­mál. Er þá not­ast við hluta af nátt­úru­legu ljósi, t.d  blátt ljós til að meðhöndla bólu­sjúk­dóma, rautt ljós til að örva kolla­gen og rautt/​gult ljós til að flýta gró­anda.

Rauða og gula ljósið gæti haft já­kvæð áhrif á rós­roða en áhrif­in eru langt frá því að vera sam­bæri­leg og frá æðalasern­um sem við not­um al­mennt á sér­fræðistof­un­um. Það er alltaf verið að reyna að hanna heimameðferðir fyr­ir marg­ar húðmeðferðir sem eru veitt­ar á sér­fræðistof­um.

Al­mennt tekst ekki vel til þar sem tæk­in sem eru notuð á meðferðar­stof­um eru um það bil sex­tíu sinn­um öfl­ugri en heimameðferðar­tæk­in.LED ljós flokk­ast und­ir „low laser therapy“ þar sem þetta er mjög orku­lít­il meðhöndl­un og ein­mitt þess vegna hent­ar hún sem heimameðferð þar sem lít­il hætta er á skaða í húðinni, en ég er hrædd um að ár­ang­ur­inn sé þá þar af leiðandi hverf­andi.

Það er mik­il­vægt að skilja að það er alls ekki nóg að kaupa inn eitt laser­tæki ef þú veist ekki hvernig þú átt að nota það. Klín­ísk­ur ár­ang­ur fer bæði eft­ir því hve gott tæki þú ert með í hönd­un­um og einnig hve þjálfaður starfsmaður­inn er sem not­ar það.

Ég mæli því mun frek­ar með æðalasern­um sem rós­roðameðferð og gott er að taka nokk­ur skipti þétt í byrj­un meðferðar en fara svo reglu­lega í viðhaldsmeðferð, til dæm­is x1-2 á ári.

Gangi þér vel!

Kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda