Halla tók á móti Selenskí í íslenskri hönnun

Halla forseti var hin glæsilegasta í morgunsárið.
Halla forseti var hin glæsilegasta í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson/Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, tók á móti Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu á Bessa­stöðum í morg­un. Hún ákvað að klæðast ís­lenskri hönn­un við til­efnið.

Halla klædd­ist lan­germatopp og pilsi í stíl frá ís­lenska fata­hönnuðinum Anitu Hirlek­ar. Föt­in eru úr haustlín­unni og eru hin glæsi­leg­ustu. Þau eru úr plíseruðu nylon-efni sem fell­ur yf­ir­leitt vel og þykir mjög þægi­legt.

Anita Hirlek­ar lærði fata­hönn­un í hinum virta lista­há­skóla Central Saint Mart­ins í Lund­ún­um. Hún starfaði í Lund­ún­um áður en hún flutti hingað til lands og stofnaði sitt eigið fata­merki. Fata­merkið var stofnað árið 2014 og fagn­ar því tíu árum.

Topp­ur­inn kost­ar 37.500 krón­ur og pilsið það sama. Sam­kvæmt heimasíðu merk­is­ins koma föt­in í mjög tak­mörkuðu upp­lagi.

Toppurinn er frá íslenska fatahönnuðinum Anitu Hirlekar.
Topp­ur­inn er frá ís­lenska fata­hönnuðinum Anitu Hirlek­ar.
Klassískt pils sem má nota við margt.
Klass­ískt pils sem má nota við margt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda