Halla tók á móti Selenskí í íslenskri hönnun

Halla forseti var hin glæsilegasta í morgunsárið.
Halla forseti var hin glæsilegasta í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson/Samsett mynd

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu á Bessa­stöðum í morgun. Hún ákvað að klæðast íslenskri hönnun við tilefnið.

Halla klæddist langermatopp og pilsi í stíl frá íslenska fatahönnuðinum Anitu Hirlekar. Fötin eru úr haustlínunni og eru hin glæsilegustu. Þau eru úr plíseruðu nylon-efni sem fellur yfirleitt vel og þykir mjög þægilegt.

Anita Hirlekar lærði fatahönnun í hinum virta listaháskóla Central Saint Martins í Lundúnum. Hún starfaði í Lundúnum áður en hún flutti hingað til lands og stofnaði sitt eigið fatamerki. Fatamerkið var stofnað árið 2014 og fagnar því tíu árum.

Toppurinn kostar 37.500 krónur og pilsið það sama. Samkvæmt heimasíðu merkisins koma fötin í mjög takmörkuðu upplagi.

Toppurinn er frá íslenska fatahönnuðinum Anitu Hirlekar.
Toppurinn er frá íslenska fatahönnuðinum Anitu Hirlekar.
Klassískt pils sem má nota við margt.
Klassískt pils sem má nota við margt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda