Laufey vakti athygli á rauða dreglinum

Laufey klæddist kjól frá ameríska tískuhúsinu Rodarte.
Laufey klæddist kjól frá ameríska tískuhúsinu Rodarte. Ljósmynd/AFP

Íslenska tón­list­ar­undrið Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir geislaði á rauða dregl­in­um á CFDA-tísku­hátíðinni í New York í gær­kvöldi. Þar fór hún aðrar leiðir í fata­vali og förðun en hún hef­ur áður gert.

Lauf­ey klædd­ist föt­um frá am­er­íska tísku­hús­inu Rod­arte. Kjóll­inn var síður, svart­ur og silf­ur­litaður og skreytt­ur pallí­ett­um. Kjóll­inn er úr haust- og vetr­ar­línu tísku­húss­ins fyr­ir vet­ur­inn 2024/​2025. Aug­un voru förðuð í ljós­fjólu­bláaum lit sem var skemmti­leg and­stæða við fata­valið. Hárið var tekið aft­ur. 

CFDA-verðlaun­in voru stofnuð árið 1981 og eru þau virt­ustu í tísku­heim­in­um. Þar er am­er­ískri fata­hönn­un, blaðamennsku, list­rænni sýn, per­sónu­leg­um stíl og fleiru tengd tísku gert hátt und­ir höfði og veitt verðlaun fyr­ir. Hefð er fyr­ir að klæðast am­er­ískri tísku á rauða dregl­in­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda