Kominn aftur í hárbransann eftir tveggja ára hlé

Ásgeir notar sköpunargleðina á sýningum sem þessum.
Ásgeir notar sköpunargleðina á sýningum sem þessum. Ljósmynd/Axel Þórhallsson

Ásgeir Hjart­ar­son hár­greiðslu­meist­ari hef­ur verið heil­lengi í hár­greiðslu­brans­an­um. Hann lærði hár­greiðslu í Iðnskól­an­um, starfaði hér á landi en einnig í Mílanó í Ítal­íu. Þá opnaði hann hár­greiðslu­stofu árið 2002. Hann sinnti mörg­um mis­mun­andi verk­efn­um en fyr­ir nokkr­um árum skipti hann um gír og opnaði veit­ingastað. Nú er hann kom­inn aft­ur í hár­brans­ann eft­ir tveggja ára hlé og lokaði ný­verið viðburði á veg­um Hársnyrti­fé­lags Norður­lands með hress­andi tísku­sýn­ingu.

„Ástæðan fyr­ir því að ég er kom­inn aft­ur í hár­brans­ann er sú að þetta er mín ástríða. Að skapa og vesen­ast í tísku og öðru sem teng­ist fag­inu. Ég prófaði veit­ing­a­rekst­ur og opnaði stað sem var gam­all draum­ur en ákvað svo að láta gott heita. En það fer bara í gamla góða reynslu­bank­ann,“ seg­ir Ásgeir sem klipp­ir nú á Ungrú Reykja­vík í miðbæn­um.

Ísabella Þórólfsdóttir sá um förðunina í samstarfi við Ásgeir.
Ísa­bella Þórólfs­dótt­ir sá um förðun­ina í sam­starfi við Ásgeir. Ljós­mynd/​Axel Þór­halls­son

Ímynd­un­ar­aflið fær að njóta sín

„Ég hef verið hepp­inn í gegn­um tíðina með spenn­andi verk­efni og hef mundað skær­in og greiðuna á ýms­um víg­stöðum ásamt því að vera með mín­ar eig­in sýn­ing­ar. Ég hef unnið við tón­list­ar­mynd­bönd, bíó­mynd­ir, tón­leika, ljós­mynda­tök­ur, tísku­blöð, fyrstu upp­færslu Töfraf­laut­unn­ar í Hörpu, verið með minn eig­in tískuþátt, tekið þátt í listviðburðum með mína eig­in hönn­un og svo mætti lengi telja.“

Hann seg­ir mik­il­vægt að geta tekið þátt í hár­sýn­ing­um eins og þess­ari á Ak­ur­eyri á dög­un­um.

„Sér­stak­lega fyr­ir mig þar sem ég fæ ekki oft tæki­færi á því að gera svona út­lit. Þar sem ég get látið ímynd­un­ar­aflið ráða og hleypa listagyðjunni af stað. Ég ein­fald­lega elska að gera svona sýn­ing­ar.“

Get­urðu sagt mér aðeins frá sýn­ing­unni?

„Ég var beðinn um að loka viðburði á veg­um Hársnyrti­fé­lags Norður­lands, Hall­dórs Jóns­son­ar heild­sala & Sebastian Pro-vörumerk­is­ins á Íslandi. Ég var með þrjár fyr­ir­sæt­ur í avant-garde stíl. Ég fæ inn­blást­ur alls staðar en þessi til­teknu út­lit end­ur­spegluðu það sem mér finnst flott en að sama skapi vildi ég hafa þær ólík­ar,“ út­skýr­ir Ásgeir. „Ég hefði ekki getað fram­kvæmt þetta nema fá hina og þessa hluti lánaða frá vin­um mín­um.“

Rauði kjóllinn er frá Ýr - Another Creation.
Rauði kjóll­inn er frá Ýr - Anot­her Creati­on. Ljós­mynd/Á​sgeir Þór­halls­son.

„Tjull-hana­kambur­inn var óður til feg­urðinn­ar. Ég varð að hafa einn hana­kamb í sýn­ing­unni til að standa und­ir nafni,“ seg­ir Ásgeir og bros­ir.

Ljósa stykkið er frá fatahönnuðinum Sigurey Reynis.
Ljósa stykkið er frá fata­hönnuðinum Sigur­ey Reyn­is. Ljós­mynd/​Axel Þór­halls­son

„Ljósi kjóll­inn og franska slörið er inn­blásið af John Galliano fata­hönnuði. Ég held alltaf mikið upp á hann og hef alltaf langað til að gera út­lit með frönsku slöri. Útlitið föndraði ég sjálf­ur þar sem ég fann ekki neitt hér á landi sem hentaði.“

Ásgeir föndraði grímuna fyrir þetta útlit.
Ásgeir föndraði grím­una fyr­ir þetta út­lit. Ljós­mynd/​Axel Þór­halls­son

„Þriðja mód­elið er svo al­gjör speg­ill á mig sem hár­greiðslu­meist­ara þegar ég fer í listagír­inn. Mikið pönk, rokk og ról, aggress­í­vt-út­lit. Ég reif for­láta jakka sem ég átti og setti keðjur og dót á hann. Svo gerði ég grím­una al­gjör­lega sjálf­ur úr hinum ýmsu skart­grip­um sem mér áskotnaðist. Þetta er inn­blást­ur frá Al­ex­and­er McQu­een sem ég dýrka. Einnig var ég und­ir áhrif­um frá Kanye West og Lady Gaga,“ seg­ir Ásgeir. 

En hvernig er hár­tísk­an fyr­ir hátíðarn­ar?

„Hún er frek­ar lát­laus að mínu mati. Það eru mikið af kon­um sem vilja róm­an­tíska liði í hárið. Há og lág tögl eru alltaf vin­sæl og jafn­vel má setja fal­leg­an borða utan um til hátíðarbrigða. En núm­er eitt, tvö og þrjú er að vera með fal­lega klippt hár, heil­brigt og glans­andi. All­ar greiðslur þurfa að vera í þannig formi að þær fari mann­eskj­unni vel miðað við and­lits­fall.“

Ásgeir ásamt fyrirsætunum Jónu Dóru Hólmarsdóttur, Lilju Kristjánsdóttur og Andie …
Ásgeir ásamt fyr­ir­sæt­un­um Jónu Dóru Hólm­ars­dótt­ur, Lilju Kristjáns­dótt­ur og Andie Ax­els. Ísa­bella Þórólfs­dótt­ir sá um förðun­ina. Ljós­mynd/​Axel Þór­halls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda