Er hægt að losna við „reykingahrukkur“?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það sé erfitt að …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það sé erfitt að meðhöndla hrukkur í kringum munninn sem stundum eru kallaðar reykingahrukkur.

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir „reyk­inga­hrukk­um“ fyr­ir sér. Er hægt að gera eitt­hvað til að losna við þær?

Blessuð Jenna. 

Ég er búin að fara í laser þris­var á efri vör­inni til að minnka hrukk­ur (ég hef aldrei reykt). Þessi meðferð hef­ur eng­an ár­ang­ur borið. Er eitt­hvað annað hægt að gera til að minnka þess­ar hrukk­ur? Ég vil ekki fá fyll­ingu í var­ir.

Kveðja, 

LI

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Ljós­mynd/​Helgi Ómars

 

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Þess­ar lín­ur kring­um mun­inn sem á fag­mál­inu kall­ast „per­i­oral lines“ og eru oft í dag­legu tali rang­lega kallaðar reyk­ing­ar­hrukk­ur geta verið erfiðar ef þær eru orðnar djúp­ar. Þetta er eitt al­geng­asta vanda­málið sem við fáum til okk­ar á húðmeðferðardeild­ina okk­ar á Húðlækna­stöðinni.

Ég vil ein­mitt byrja á að segja að þess­ar lín­ur tengj­ast ekki beint reyk­ing­um þó vissu­lega reyk­ing­ar hafi ekki já­kvæð áhrif á þær. Þetta eru lín­ur sem mynd­ast með aldri í húðinni sem byrj­ar að slapp­ast yfir þess­um stóra hring­vöðva sem er í kring­um var­irn­ar á okk­ur.

Or­sök­in er marg­vís­leg, teng­ist þó aðallega sól­ar­notk­un yfir æv­ina og svo erfðum. Það er lang­far­sæl­ast að byrja snemma að meðhöndla þess­ar lín­ur og í raun­inni best að fyr­ir­byggja að þær mynd­ist því ef þær ná að verða mjög djúp­ar get­ur verið mjög erfitt að meðhöndla þær.

Ég gef mér að þínar lín­ur séu orðnar djúp­ar þar sem þú nefn­ir að þú haf­ir farið þris­var sinn­um í laser og lít­ill ár­ang­ur. Því miður nefn­ir þú ekki hvaða teg­und af laser þú fórst í en það gæti gefið mér mikl­ar upp­lýs­ing­ar. Í raun­inni eru bara tvær lasermeðferðir sem virka á þess­ar djúpu lín­ur og það er djúp­ur Er­bi­um abla­tíf­ur laser eða CO2 laser. Þetta eru mjög kröft­ug­ar meðferðir þar sem húðin verður rauð og bólg­in upp und­ir viku eft­ir meðferðina. Þess­ar meðferðir eru í boði hjá húðlækn­um.

Það eru einnig aðrar meðferðir til sem geta hjálpað til og ég sjálf nota oft mjúk fylli­efni oft­ast í blöndu með toxí­n­um, sér­stak­lega ef það er ósk um að ár­ang­ur­inn komi fljótt. Þá er ég ekki að tala um í var­irn­ar sjálf­ar, þó það geti vissu­lega hjálpað heil­mikið til, held­ur húðsvæðið kring­um var­irn­ar.

Stund­um hjálp­ar það eitt og sér en er þá alltaf frem­ur tíma­bund­inn ár­ang­ur og þarf að end­ur­taka reglu­lega. Þess vegna hvet ég alla til að fara í djúpa laser­inn því þó að ár­ang­ur­inn gæti tekið tíma að koma fram þá er hann áhrifa­rík­ast­ur og gef­ur besta lang­tíma­ár­ang­ur­inn. Hvet þig til að panta viðtal hjá sér­fræðistöð, það er að segja meðferðar­stöð sem er með húðlækna starf­andi, til að fá meðferðarpl­an sem hent­ar þér.

Gangi þér vel!

Kveðja, 

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda