Hvernig varð Guðni Th. forsetinn með buffið?

Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands rifjar upp söguna af …
Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands rifjar upp söguna af buffinu í viðtali við Morgunblaðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er síðasti en alls ekki sísti gestur Hringferðar Morgunblaðsins, sem lagt var í í tilefni af 110 ára afmæli blaðsins fyrir ári. Morgunblaðið fagnar 111 ára afmæli í dag. Morgunblaðsmenn settust niður með Guðna á Hótel Holti við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Það vakti mikla athygli þegar Guðni birtist með buff á höfðinu í Morgunblaðinu. Guðni segir að þetta hafi gerst alveg óvart. Hann var í tímahraki og það var kalt úti.

„Snemma minnar forsetatíðar fékk ég það góða boð að vera viðstaddur afhjúpun söguskiltis úti á Bessastaðanesi. Það kom ekki til álita að láta aka þarna út eftir en það getur verið hryssingslegt úti á Álftanesi svo maður þarf að klæða sig vel. Og sem ég er að fara út úr húsi, finn ég ekki mitt venjulega höfuðfat og róta í hirslum krakkanna.

Þar finn ég þetta forláta buff og þakka mínum sæla að það var ekki eitt þessara buffa sem merkt voru banka – föllnum eða ekki – það hefði verið verra. Ég læt buffið á hausinn og arka frá Bessastöðum út á Bessastaðanes að Skansinum.

Er þar þá ekki fulltrúi Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson, sem spyr hvort hann megi ekki taka myndir,“ segir Guðni og minnist þess að með í för hafi verið Gunnar Einarsson, þáverandi bæjarstjóri í Garðabæ, með miklu fínni rússneska loðhúfu, sem Sigurður Bogi hafi þó varla tekið eftir.

Guðni Th. með buffið góða árið 2016.
Guðni Th. með buffið góða árið 2016. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eftir þetta varð hann forsetinn með buffið. Sem Guðna finnst hálfu merkilegra fyrir það að hann er alls enginn buff-aðdáandi þótt þjóðin haldi það.

„Ég nefni þetta sem gott dæmi um það hvernig maður er alltaf í sviðsljósinu og hvernig einhvers konar ímynd mótast. Maður þarf bara að sætta sig við að hvar sem maður fer og hvað sem gerir maður þá er alltaf tekið eftir því.“

Þegar Guðni er spurður að því hvort það hafi ekki verið mikið álag að vera ekki eins og umrenningur til fara játar hann því. Hann hafi hins vegar ekki vilja breyta um fatastíl og verða skyndilega glerfínn því það sé ekki hans stíll.

„Ég ákvað að vera ég sjálfur áfram. Það yrði mér ekki til farsældar, og því síður þjóðinni, ef ég hefði farið að setja mig í stellingar sem mér liði ekki vel í.“

Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti, Marta María Winkel Jónasdóttir og …
Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti, Marta María Winkel Jónasdóttir og Andrés Magnússon á Hótel Holti þegar viðtalið var tekið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda