Klæddist 915 þúsund króna dragt á kosningakvöldinu

Melania Trump valdi gráan lit á kosningakvöldinu sjálfu.
Melania Trump valdi gráan lit á kosningakvöldinu sjálfu. Ljósmynd/AFP/Samsett mynd

Mel­ania Trump hef­ur ávallt þótt smekk­leg til fara að mati tísku­spek­inga heims­ins, bæði í kosn­inga­bar­átt­unni síðustu mánuði og þegar hún var for­setafrú. Í gær­kvöldi vakti hún mikla at­hygli í grárri pilsa­dragt við svarta hæla­skó og sér­stak­lega þar sem hún lét liti am­er­íska fán­ans vera á meðan eig­inmaður henn­ar var með eld­rautt bindi.

Á bak við hverja kosn­inga­bar­áttu starfa fjöl­marg­ir við að hjálpa til með stíliser­ingu, fatnað, út­lit og annað sem því teng­ist og má því gera ráð fyr­ir að búið sé að út­hugsa út­lit henn­ar gjör­sam­lega.

Á kosn­inga­kvöld­inu sjálfu, eða í gær­kvöldi, klædd­ist Trump grárri ull­ar­dragt frá franska tísku­hús­inu Christian Dior en það er eitt af upp­á­halds­fata­merkj­um henn­ar. Dragt­in er úr tweed-of­inni 100% ull í ljós­grá­um lit. Jakk­inn er tví­hneppt­ur og staðsetn­ing vas­anna legg­ur áherslu á mittið. Pilsið er úr sama efni og jakk­inn og er sniðið á því beint. Pilsið náði um miðjan kálfa Trump.

Dragt­in er fram­leidd í Frakklandi. Jakk­inn kost­ar rúm­ar 595 þúsund krón­ur og pilsið tæp­ar 320 þúsund krón­ur sam­kvæmt heimasíðu Christian Dior.

 

Jakkinn á heimasíðu Christian Dior.
Jakk­inn á heimasíðu Christian Dior.
Pilsið á heimasíðu Christian Dior.
Pilsið á heimasíðu Christian Dior.
Efnið í jakkanum er 100% tweed-ofin ull.
Efnið í jakk­an­um er 100% tweed-ofin ull.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda