Snorri mætti í sérsaumuðum jakkafötum

Stíliseringin var úthugsuð hjá Snorra.
Stíliseringin var úthugsuð hjá Snorra. mbl.is/Ágúst

Snorri Más­son fjöl­miðlamaður mætti í odd­vitaviðtal við Morg­un­blaðið hjá Andrési Magnús­syni á dög­un­um en hann leiðir Miðflokk­inn í Reykja­vík suður í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Snorri, sem er iðulega snyrti­leg­ur til fara, mætti í sérsaumuðum jakka­föt­um frá ís­lenska fyr­ir­tæk­inu Suitup.

Jakka­föt­in voru dökk­blá að lit og kosta í kring­um 120 þúsund krón­ur sam­kvæmt vef­versl­un Suitup. Það var allt út­hugsað hjá Snorra en við föt­in var hann í ljós­blárri skyrtu, með köfl­ótt bindi og vín­rauðan vasa­klút. Glögg­ir gætu einnig tekið eft­ir því að það er rautt í bind­inu sem rím­ar við lit vasa­klúts­ins.

Á heimasíðu Suitup kem­ur fram að föt­in séu úr 100% ull. Dökk­blá sérsaumuð föt frá þeim kosta á bil­inu 109 þúsund krón­ur til 119 þúsund króna. Þá eru flest efn­in þeirra 280 gr/ en það seg­ir til um þyngd efn­is­ins. 

Snorri leiðir Miðflokkinn í Reykjavík.
Snorri leiðir Miðflokk­inn í Reykja­vík. mbl.is/Á​gúst
Svipuð föt á heimasíðu Suitup.
Svipuð föt á heimasíðu Suitup.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda