Klæðast karlar á miðjum aldri of þröngum buxum?

Hvernig væri að prófa beinar buxur í stað þröngra?
Hvernig væri að prófa beinar buxur í stað þröngra? Samsett mynd/AFP

Ég sótti viðburð í miðbæ Reykja­vík­ur fyr­ir nokkr­um dög­um. Þar var fólk á öll­um aldri en mun fleiri af yngri kyn­slóðinni. Þetta voru lista­menn, tón­list­ar­menn og hönnuðir og lang­flest­ir áttu það sam­eig­in­legt að vera í sama sniði af bux­um; mjög síðum og af­skap­lega víðum.

Síðar sama kvöld var ég stödd í einni af fínni mat­höll­um bæj­ar­ins þar sem lang­flest­ir gest­irn­ir voru karl­ar á miðjum aldri. Þó að ég hafi það ekki staðfest þá gat ég samt séð af klæðaburðinum að þeir voru minna list­ræn­ir og meira fyr­ir leik að reikn­ings­dæm­um. Á meðal þeirra var líka eitt ríkj­andi buxnasnið og það var mun þrengra.

Kyn­slóðabil í klæðnaði er eðli­legt en þarna eru mikl­ar öfg­ar. Víðar og mjög síðar bux­ur áttu heima á viðburðinum en þess­ar þröngu í mat­höll­inni.

Það eru í kring­um fimmtán ár síðan þröng­ar bux­ur urðu hluti af fata­skáp flestra og þá allra kynja. Kon­ur voru aðeins á und­an sem oft­ar en þetta hélst þó í hend­ur. Áhrif­in má rekja til tísku­áhrifa­valda þess tíma eins og fyr­ir­sæt­unn­ar Kate Moss og tón­list­ar­manns­ins Petes Dohertys. Þá var fata­stíll fólks rokkaður með bóhem-ívafi.

Pete Doherty og Kate Moss voru par í kringum árið …
Pete Doherty og Kate Moss voru par í kring­um árið 2005. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Notaðar alls staðar við öll til­efni

En svo virðist sem þess­ar bux­ur hafi tekið við öll­um bux­um karlpen­ings­ins á ákveðnum aldri og eru þær notaðar við öll til­efni. Hettupeysa? Þröng­ar galla­bux­ur. Skyrta og blazer? Þröng­ar galla­bux­ur. Köfl­ótt þykk yf­ir­skyrta? Þröng­ar galla­bux­ur. Af­mæli, vinn­an, laug­ar­dags­stúss í Byko? Þröng­ar galla­bux­ur. Mér þykir leitt að þetta þurfi að koma fram, en þröngu galla­bux­urn­ar ganga ekki við allt.

Yngri kyn­slóðin fylgdi eft­ir tísku­heim­in­um og sneri þessu við. Sem bet­ur fer hafa fleiri kon­ur fylgt því. Fata­skáp­ur kvenna er þó yf­ir­leitt fjöl­breytt­ari en gagn­kyn­hneigðra karla og eru þær vilj­ugri að breyta til. Svo virðist sem ákveðin kyn­slóð sé alls ekki til í að breyta til, hún er ánægð með sín­ar bux­ur og þannig er nú það. Eru þeir orðnir háðir stuðningn­um sem þrönga teygj­an veit­ir utan um kálf­ana?

Öfgarn­ar eru alltaf mikl­ar í tísku­heim­in­um en í þess­um pistli er eng­inn að stinga upp á því að fara út í þær. Ég tala aðeins fyr­ir sjálfa mig þegar ég segi: það þarf ekki mikið til, en hvernig væri að prófa bara ör­lítið víðari bux­ur? Biðja um að máta bein­ar bux­ur í stað „extra-skinny?“ Bara hug­mynd.

Hér fyr­ir neðan eru nokk­ur dæmi.

Víðar gallabuxur eru vinsælar hjá konum en þessi mynd er …
Víðar galla­bux­ur eru vin­sæl­ar hjá kon­um en þessi mynd er frá tísku­sýn­ingu Stellu McCart­ney. Ju­lien De Rosa/​AFP
Frá tískusýningu Boss.
Frá tísku­sýn­ingu Boss. Gabriel Bouys/​AFP
Frá vor- og sumarlínu fyrir árið 2025 frá ítalska tískuhúsinu …
Frá vor- og sum­ar­línu fyr­ir árið 2025 frá ít­alska tísku­hús­inu Bottega Veneta. Gabriel Bouys/​AFP
Buxur frá Libertine Libertine, fást í Húrra Reykjavík og kosta …
Bux­ur frá Li­bert­ine Li­bert­ine, fást í Húrra Reykja­vík og kosta 27.990 kr.
Buxur frá Zöru, kosta 13.995 kr.
Bux­ur frá Zöru, kosta 13.995 kr.
Gallabuxur frá Hugo, fást í Herragarðinum og kosta 16.980 kr.
Galla­bux­ur frá Hugo, fást í Herrag­arðinum og kosta 16.980 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda