Laufey sló í gegn í Chanel-samfestingi

Laufey mætti á frumsýningu Wicked.
Laufey mætti á frumsýningu Wicked. Ljósmynd/Instagram

Það þykir ekki slæmt að klæðast franska tísku­hús­inu Chanel frá toppi til táar en það gerði tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir á frum­sýn­ingu Wicked á dög­un­um. Kvöldið var viðburðarríkt og varði hún hluta kvölds með einni fræg­ustu söng­konu heims, Ariönu Grande. 

Lauf­ey klædd­ist ljós­bleik­um og skreytt­um sam­fest­ingi frá Chanel. Sam­fest­ing­ur­inn var skreytt­ur stein­um, kristöll­um og perlu­skreyttu kögri og var hún í svört­um skóm frá sama merki. Einnig var hún með stóra svarta slaufu í hár­inu. Sam­fest­ing­ur­inn er úr há­tísku­línu (e. haute cout­ure) merk­is­ins fyr­ir árið 2024/​2025.  

Laufey var stórglæsileg í ljósbleikum samfestingi.
Lauf­ey var stór­glæsi­leg í ljós­bleik­um sam­fest­ingi. Ljós­mynd/​Chanel

Hvað þýðir „haute cout­ure?“

Orðin koma úr frönsku og þýða í raun há­tíska og eða sérsaum­ur. Há­tíska á ræt­ur sín­ar að rekja aft­ur til 16. ald­ar og upp­haf­lega átti hún við sér­staka flík, oft kallað kor­selett, sem var sérsaumuð á eig­and­ann. Á nítj­ándu öld varð Par­ís miðja há­tísk­unn­ar og voru föt­in gerð úr hágæðaefn­um og saumuð af þeim allra hæf­ustu. 

Núna er há­tíska verndað starfs­heiti og þurfa tísku­hús að upp­fylla ströng skil­yrði til að verða „al­vöru há­tísku­hús“. Þetta var gert til að geta haldið uppi þessu ein­staka hand­verki sem há­tísku­föt­in eru. Þá er sér­stök nefnd í Frakklandi sem held­ur úti lista yfir þau hús sem er upp­færður ár hvert. Til að verða hluti af list­an­um þurfu föt­in að vera sérsaumuð fyr­ir hvern viðskipta­vin fyr­ir sig, vera með sauma­stofu í Par­ís og að minnsta kosti fimmtán manns í fullu starfi og að kynna línu með að minnsta kosti fimm­tíu nýj­um flík­um, tvisvar á ári, í janú­ar og í júlí.

Þau tísku­hús sem eru meðal ann­ars á list­an­um yfir gild há­tísku­hús núna eru Chanel, Dior, Mai­son Margiela, Al­ex­andre Vaut­hier og Gi­venc­hy. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda