Steldu stílnum af ríkissáttasemjara

Koníaksbrúnn litur er flottur á þessum árstíma.
Koníaksbrúnn litur er flottur á þessum árstíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fatnaður Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara vakti mikla athygli á dögunum þegar samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga komu saman til samningafundar. Ástráður klæddist koníaksbrúnni skyrtu og buxum í stíl úr þykku bómullarefni með hneppt upp að hálsi.

Klæðnaður sem þessi minnir marga á einhvers konar vinnuklæðnað. Hann hefur ekki valið þetta að ástæðulausu þar sem deiluaðilar höfðu samþykkt að prófa nýja aðferðafræði fyrir fundinn. Ástráður hefur þá eflaust búist við alvöru vinnu á fundinum og þá duga engin vettlingatök.

Mikið notagildi er í fötum sem þessum og er litavalið einstaklega skemmtilegt. Það má nota jakkann við liti eins og svarta, dökkbláa og gallaefni. Jakkinn er með stórum opnum brjóstvasa og opnum vösum við mitti. Buxurnar passa vel við ljósar bómullarskyrtur og grófar prjónapeysur. Buxurnar eru með beinu sniði. 

Fyrir þá sem vilja stela stílnum af Ástráði þá eru hugmyndir hér fyrir neðan.

 

Jakki frá Hansen. Hansen fæst í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar …
Jakki frá Hansen. Hansen fæst í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar þó að þessi litur sé ekki til í vefverslun þeirra eins og er. Þessi jakki fæst á heimasíðu Hansen og kostar 49.700 kr.
Það er mikilvægt að eiga buxur í sama lit ef …
Það er mikilvægt að eiga buxur í sama lit ef þú hyggst stela stílnum. Þessar eru frá Hansen og kosta 37.100 kr. á heimasíðu þeirra.
Skyrtujakki í örlítið ljósari lit frá Uskees, fæst í ORG …
Skyrtujakki í örlítið ljósari lit frá Uskees, fæst í ORG og kostar 21.900 kr.
Buxurnar eru frá Uskees, fást í ORG og kosta 19.500 …
Buxurnar eru frá Uskees, fást í ORG og kosta 19.500 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda