Steldu stílnum af ríkissáttasemjara

Koníaksbrúnn litur er flottur á þessum árstíma.
Koníaksbrúnn litur er flottur á þessum árstíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fatnaður Ástráðs Har­alds­son­ar rík­is­sátta­semj­ara vakti mikla at­hygli á dög­un­um þegar samn­inga­nefnd­ir kenn­ara og rík­is og sveit­ar­fé­laga komu sam­an til samn­inga­fund­ar. Ástráður klædd­ist koní­aks­brúnni skyrtu og bux­um í stíl úr þykku bóm­ullar­efni með hneppt upp að hálsi.

Klæðnaður sem þessi minn­ir marga á ein­hvers kon­ar vinnu­klæðnað. Hann hef­ur ekki valið þetta að ástæðulausu þar sem deiluaðilar höfðu samþykkt að prófa nýja aðferðafræði fyr­ir fund­inn. Ástráður hef­ur þá ef­laust bú­ist við al­vöru vinnu á fund­in­um og þá duga eng­in vett­linga­tök.

Mikið nota­gildi er í föt­um sem þess­um og er lita­valið ein­stak­lega skemmti­legt. Það má nota jakk­ann við liti eins og svarta, dökk­bláa og galla­efni. Jakk­inn er með stór­um opn­um brjóst­vasa og opn­um vös­um við mitti. Bux­urn­ar passa vel við ljós­ar bóm­ull­ar­skyrt­ur og gróf­ar prjónapeys­ur. Bux­urn­ar eru með beinu sniði. 

Fyr­ir þá sem vilja stela stíln­um af Ástráði þá eru hug­mynd­ir hér fyr­ir neðan.

 

Jakki frá Hansen. Hansen fæst í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar …
Jakki frá Han­sen. Han­sen fæst í Herrafata­verzl­un Kor­máks & Skjald­ar þó að þessi lit­ur sé ekki til í vef­versl­un þeirra eins og er. Þessi jakki fæst á heimasíðu Han­sen og kost­ar 49.700 kr.
Það er mikilvægt að eiga buxur í sama lit ef …
Það er mik­il­vægt að eiga bux­ur í sama lit ef þú hyggst stela stíln­um. Þess­ar eru frá Han­sen og kosta 37.100 kr. á heimasíðu þeirra.
Skyrtujakki í örlítið ljósari lit frá Uskees, fæst í ORG …
Skyrtujakki í ör­lítið ljós­ari lit frá Uskees, fæst í ORG og kost­ar 21.900 kr.
Buxurnar eru frá Uskees, fást í ORG og kosta 19.500 …
Bux­urn­ar eru frá Uskees, fást í ORG og kosta 19.500 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda