Hvaðan er vínrauða dragt Ölmu Möller?

Það er mikið notagildi í vínrauðu dragtinni.
Það er mikið notagildi í vínrauðu dragtinni. mbl.is/Ágúst

Alma Möller mætti í odd­vitaviðtöl fram­boða í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir mbl.is á dög­un­um klædd vín­rauðri dragt og ljósri blússu. Lita­valið er góð til­breyt­ing frá svarta og dökk­bláa litn­um sem er ráðandi í þess­um klæðnaði. Klæðnaður Ölmu vakti mikla at­hygli í heims­far­aldr­in­um og gef­ur hún ekk­ert eft­ir nú þegar hún er kom­in í póli­tík.

Alma Möller í Smartlandsblaðinu sem kom út fyrr í haust.
Alma Möller í Smart­lands­blaðinu sem kom út fyrr í haust. mbl.is/​Eggert

Dragt­in er frá sænska merk­inu Fil­ippu K. Merkið var stofnað í Stokk­hólmi árið 1993 af Fil­ippu Knuts­son og er þekkt­ast fyr­ir skandína­víska mini­mal­ismann. Þá vildi hún fram­leiða vel sniðinn og vandaðan klæðnað til hvers­dags­notk­un­ar. 

Það hef­ur tek­ist vel og eru dragt­irn­ar frá merk­inu sér­stak­lega þekkt­ar fyr­ir að vera vandaðar. Hún not­ar sömu sniðin ár eft­ir ár og eru dragt­irn­ar til í nokkr­um út­færsl­um. Fil­ippa K fæst í EVU á Lauga­vegi og í GK Reykja­vík hér á landi. 

Þessi lit­ur fæst ekki hér á landi. Dragt­in fæst þó í svörtu í Evu á Lauga­vegi. Jakk­inn kost­ar 64.995 kr. og bux­urn­ar 44.995 kr. Bæði jakk­inn og bux­urn­ar eru úr 98% mer­ino-ull á móti 2% af teygju. 

Dragtin frá Filippu K er klassísk og vel sniðin.
Dragt­in frá Fil­ippu K er klass­ísk og vel sniðin.
Flottar dragtarbuxur sem hægt er að nota við mörg tilefni.
Flott­ar dragt­ar­bux­ur sem hægt er að nota við mörg til­efni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda