Fatastíllinn breytist með aldrinum

Morgunblaðið/Eggert

Agnes Löve pí­anó­leik­ari seg­ir það mik­il­vægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og stand­ist yf­ir­leitt ekki mátið þegar hún sér fal­leg föt í versl­un­um. Hár­greiðsla er henn­ar helsti veik­leiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hef­ur gert síðustu þrjá­tíu ár. Bleik­ur varð fyr­ir val­inu að þessu sinni.

Agnes Löve er 82 ára pí­anó­leik­ari sem á glæst­an fer­il að baki. Hún var meðal ann­ars tón­list­ar­stjóri Þjóðleik­húss­ins, kór­stjóri og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Garðabæj­ar. Agnes er lífs­glöð, glæsi­leg og hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á föt­um. Hún stenst ekki enn að lífga upp á fata­skáp­inn og fylg­ist vel með því sem er að ger­ast í tísku. Hún fer í greiðslu einu sinni í viku og tel­ur það sinn helsta veik­leika.

Hvernig hef­urðu hugsað um heils­una síðustu ár?

„Það hef­ur ekki orðið nein sér­stök breyt­ing á því, ég hef alltaf passað upp á mig. Ég passa að fara til lækn­is einu sinni á ári og hafa þetta í lagi,“ seg­ir Agnes. „Ég borða holl­an mat, eig­in­lega of holl­an mat. Mér finnst hann oft svo leiðin­leg­ur, þessi holli mat­ur. Al­veg frá því ég var lít­il þurfti ég að borða hafra­graut á morgn­ana. Ég sór það að þegar ég yrði 16 ára og réði mér sjálf þá ætlaði ég aldrei aft­ur að borða hafra­graut. En nú finnst mér hann ágæt­ur, þetta elt­ist af mér,“ seg­ir hún og hlær.

Nú ertu alltaf dug­leg að hafa þig til, finnst þér það mik­il­vægt?

„Já, að vera fín. Mér hef­ur alltaf fund­ist svo gam­an að vera fín, eiga fína skó og þegar ég var lít­il að fara í sparikjól. Það var ægi­lega gam­an. En svo hef­ur það bara hald­ist,“ seg­ir Agnes.

Hef­ur fata­stíll­inn breyst?

„Stíll­inn breyt­ist nátt­úru­lega með aldr­in­um og maður klæðir sig öðru­vísi. Þú veist, fleiri jakk­ar og bux­ur. Dragt­ir. Ég hef alltaf haft af­skap­lega gam­an af föt­um, finnst gam­an að fylgj­ast með og kaupa föt.“

Ertu enn þá dug­leg að kaupa þér föt?

„Ég á orðið svo mikið en ég get samt ekki staðist það að hressa upp á fata­skáp­inn á haust­in og vor­in. Það er aðallega þá sem manni finnst vera þörf á því.“

Þá seg­ist hún hafa upp­götvað versl­un í Kópa­vogi fyr­ir stuttu þar sem föt­in eru saumuð í versl­un­inni.

„Mér fannst það svo­lítið skemmti­legt og eyddi mikl­um pen­ing­um þar. Allt of mikl­um,“ seg­ir hún og hlær. „Ekki fer maður með pen­ing­ana yfir, svo það er um að gera að eyða þeim bara.“

Hún seg­ir blaðamanni frá skær­bleikri dragt sem hún fékk á út­sölu­markaði í Holta­görðum í Reykja­vík á dög­un­um. „Ég missi mig stund­um þar því það get­ur munað miklu á verði.“

Ertudug­legfara í hár­greiðslu?

„Já, það er minn veik­leiki. Ég fer alltaf á hár­greiðslu­stofu einu sinni í viku og hef gert það í þrjá­tíu ár. Ég er til dæm­is núna með ægi­lega flott­an bleik­an lit í hár­inu, því það var nú einu sinni bleik­ur mánuður,“ svar­ar Agnes.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda