Kanntu að klæða þig fyrir kuldann?

Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda.
Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda. Unsplash/Emmeli M

Íslend­ing­ur­inn svar­ar yf­ir­leitt ját­andi en stekk­ur svo út í bíl í þunnri yf­ir­höfn úr ull­ar- og akrýl­blöndu og not­ar bíl­inn sem hef­ur verið í gangi síðustu tutt­ugu mín­út­urn­ar sem úlpu. Hann frýs nán­ast úr kulda því það gleymd­ist að lesa um efnainni­hald flík­unn­ar áður en hún var keypt.

Þeir sem eiga bíl kom­ast upp með þetta en þeir sem ganga í vinnu, skóla eða taka strætó þurfa að hugsa öðru­vísi. Þá gild­ir ein regla sem ömm­ur okk­ar hafa töngl­ast á í gegn­um tíðina: nátt­úru­legu efn­in eru yf­ir­leitt betri.

Það að fara út úr húsi í vetr­ar­stíg­vél­um með fínni skó til skipt­is er auðvitað frá­bært ráð, sér­stak­lega fyr­ir for­eldra sem þurfa að hlaupa inn með börn á leik­skóla í slabb­inu. Skór eins og Ugg-skórn­ir eru þá auðvitað gríðarlega hlý­ir enda ullar­fóðraðir og eins og knýj­andi sæng fyr­ir fæt­urna. Loðfóðruð ull­ar­inn­legg eru líka dá­sam­leg og það ráð gleym­ist oft. Þau gera skóna mun hlýrri.

Til­val­in jóla­gjöf

Ullarpeysa er eitt­hvað sem flest­ir hugsa um þegar kalt er í veðri. En ull er ekki bara ull. Kasmír-ull er sú hlýj­asta, oft­ast sú dýr­asta reynd­ar en hún get­ur verið allt að sjö til átta sinn­um hlýrri en mer­ino-ull. Kasmír and­ar einnig vel og er góð með öðrum nátt­úru­leg­um efn­um til að halda á hita. Góð kasmírpeysa er því eins og ofn og er úr­valið af þeim orðið nokkuð gott hér á landi. Beint á jóla­gjafal­ist­ann. Þó að akrýl-peys­an sé betri fyr­ir banka­reikn­ing­inn þá ger­ir hún ekki neitt fyr­ir þig ef þú vilt halda á þér hita. Þau kul­vís­ustu ættu að forðast það efni ásamt viskósi og pó­lýester. 

Hlýra­bol­ur úr ull eða silki er flík sem verður að eiga sem innsta lag. Þá verða skyrt­urn­ar ekki jafn kald­ar og áður. Það er líka gott að sofa í þeim á köld­um nótt­um. Í yf­ir­höfn­um þá eru nátt­úru­leg efni eins og ull og dúnn lang­best. Góð og síð dúnúlpa kem­ur manni langt hér­lend­is þar sem úr­kom­an er mik­il. Peys­ur og jakk­ar úr flís­efni eru líka mjög hlýj­ir og hjálpa til við að halda hit­an­um inni. Þá er mik­il­vægt að hafa innsta lagið úr mer­ino-ull eða silki svo að þú svitn­ir ekki og kóln­ir.

Svo muna að hlaða á sig auka­hlut­um eins og hösk­um, trefl­um og húf­um. Lúff­ur eru jafn­framt hlýrri en hansk­ar þar sem fing­urn­ir verma hvor ann­an. Leður­hansk­ar sem eru fóðraðir með ull þykja mjög góðir og þá húfa og tref­ill úr kasmír-ull.

Ullarpeysa frá Andrá Reykjavík, fæst í Andrá og kostar 29.900 …
Ullarpeysa frá Andrá Reykja­vík, fæst í Andrá og kost­ar 29.900 kr.
Víðar leðurbuxur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og …
Víðar leður­bux­ur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og kosta 56.995k r.
Hlýrabolur úr ull frá Farmer's Market sem kostar 7.900 kr.
Hlýra­bol­ur úr ull frá Far­mer's Mar­ket sem kost­ar 7.900 kr.
Leðurlúffur frá Bruun & Stengade, fást í Mathildu og kosta …
Leður­lúff­ur frá Bru­un & Steng­a­de, fást í Mat­hildu og kosta 14.990 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kostar 35.000 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kost­ar 35.000 kr.
Sokkar úr ullar- og kasmírblöndu. Fást í Zöru og kosta …
Sokk­ar úr ull­ar- og kasmír­blöndu. Fást í Zöru og kosta 3.795 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kostar 89.900 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kost­ar 89.900 kr.
Jodis stígvél, fást í Kaupfélaginu og kosta 34.995 kr.
Jod­is stíg­vél, fást í Kaup­fé­lag­inu og kosta 34.995 kr.
Þröngur ullarbolur frá Filippu K sem kostar 26.995 kr. og …
Þröng­ur ull­ar­bol­ur frá Fil­ippu K sem kost­ar 26.995 kr. og fæst í GK Reykja­vík.
Fallegur ullar- og kasmírjakki frá Filippu K. Fæst í Evu …
Fal­leg­ur ull­ar- og kasmírjakki frá Fil­ippu K. Fæst í Evu og kost­ar 146.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda