Sanna vakti lukku í 1.400 króna skyrtu

Skyrta sem virðist vera alveg eins er til á vefsíðu …
Skyrta sem virðist vera alveg eins er til á vefsíðu Fashionnova.com Samsett mynd

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættu í kappræður mbl.is í gær og tókust á um helstu málin. Mynstruð skyrta Sönnu Magdalenu Mörtudóttur vakti athygli en hún var úr glansandi efni með satínáferð.

Sanna Magdalena í kappræðum mbl.is í gær.
Sanna Magdalena í kappræðum mbl.is í gær. mbl.is/Eggert

Á vefsíðunni Fashionnova.com má finna mjög svipaða skyrtu. Þó er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þetta sé sama skyrtan því oft eru mynstur eða flíkur seldar til margra tískufyrirtækja. Hjá ódýrari fatamerkjum sem ekki eru með hönnuði innanhúss eða kaupa frá nokkrum mismunandi framleiðendum þá getur komið fyrir að sama flíkin sé til á nokkrum stöðum. 

Fashionnova selur skyrtuna á 1.400 krónur. Hún er hneppt, úr 100% satínofnu pólýester og síðerma. Það kemur ekki fram á vefsíðunni hvar skyrtan er framleidd.

Fashionnova er amerískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Los Angeles.

Skyrtan er til á vefsíðunni Fashionnova.com og kostar 1.400 kr.
Skyrtan er til á vefsíðunni Fashionnova.com og kostar 1.400 kr. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda