Falleg og náttúruleg húð hefur einkennt helstu tískustraumana í förðun undanfarið. Þá þarf ekki mikið til að fullkomna útlitið heldur aðeins ferskju- eða bleikan kinnalit, létta augnförðun og bjartan lit á varirnar. Augabrúnir eru enn sterkar eins og fyrri ár. Gylltur augnskuggi er alltaf klassískur og einstaklega hátíðlegur. Ef þú vilt ganga lengra í augnförðuninni er flott að nota dökkbrúna augnblýanta með svörtum maskara og ljósbrúnum möttum augnskugga. Rammaðu svo inn varirnar með örlítið dekkri varablýanti en varaliturinn sjálfur.
Varalitur frá Guerlain, Rouge G í litnum Satin 03 Le Nude Intense.
Lily-Rose Depp er förðuð á ögn dramatískari hátt með dekkri
augum. Brúnir litatónar eru í andlitinu með ljósbleikum kinnalit. Þetta er flott kvöldförðun sem er auðvelt að leika eftir.
AFP
Sólarpúður frá Guerlain, Terracotta en Plein Soleil.
Augnskuggapalletta frá Guerlain í
litnum 888 Regarde-moi.
Lines Liberated augnblýantur í litnum
Deconstructed Brown frá Yves Saint
Laurent.
Kinnalitur frá IT Cosmetics í litnum Je Ne Sais Quoi.
MAC-satínvaralitur í litnum Spirit.
Varablýantur frá MAC í kastaníulit.
All Nighter Setting Spray frá Urban Decay.
Infallible Brows-augabrúnagel með lit frá
L’Oreal.
Gylltur augnskuggi frá Chanel í litnum
238 Quartz Fumé.
Joli Rouge-varalitur frá Clarins í litnum 752 Rosewood.
Hypnôse-maskari frá Lancôme í svörtum lit.
Honey Treatment-andlitskrem frá Guerlain.
Sun Glow Serum frá Angan Skincare.