Laus við allan farða og aldrei verið vinsælli

Anderson geislar án farða!
Anderson geislar án farða! Ljósmynd/AFP

Pamela Anderson hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði meðal annars vegna ákvörðunar sinnar að losa sig við allan farða og njóta þess að vera náttúruleg. Það var aldeilis þannig þegar hún mætti á Gotham-verðlaunin í New York á dögunum en hún var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í myndinni The Last Showgirl.

Anderson sem er 57 ára mætti í smjörgulum hlýralausum síðkjól. Fylgihlutir voru látlausir, hárið slegið og andlitið laust við allan farða. Hún hefur sagt í viðtölum að þetta sé mjög frelsandi.

Anderson hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði.
Anderson hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði. Ljósmynd/AFP

Anderson leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni The Last Showgirl sem hefur fengið mjög góða dóma. Leikur hennar í myndinni er sagður frábær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda