Kjaftforustu konur landsins klæddust íslenskri hönnun

Kristín Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins ofurvinsæla Komið gott, klæddist íslenskri hönnun í kvöldstund þeirra á Iðnó á dögunum. Fötin eru samansett af prjónaðri peysu og buxum og henta einstaklega vel fyrir hátíðarnar. Bæði þægilegt og smart.

Vinsældir hlaðvarpsins eru í hæstu hæðum en Kristín og Ólöf Skaftadóttir gerðu upp alþingiskosningarnar og önnur mál fyrir fullum sal í Iðnó. Þær seldu viðburðinn upp á fjórum mínútum og urðu margir svekktir yfir því að komast ekki að.

Föt Kristínar eru frá íslenska fatamerkinu Magneu. Peysan er prjónuð í svörtum lit með smá glimmeri og buxurnar í sama efni. Fötin fást í versluninni núna og er peysan á 36.900 krónur og buxurnar á 38.900 krónur.

Glæsilegt sett fyrir hátíðarnar.
Glæsilegt sett fyrir hátíðarnar.
Svartar buxur frá Maison Margiela sem fást í Stefánsbúð.
Svartar buxur frá Maison Margiela sem fást í Stefánsbúð.


Skór frá Kalda

Föt Ólafar eru frá Maison Margiela og fást í Stefánsbúð. Skórnir hennar eru frá íslenska fylgihlutamerkinu Kalda. 

Það er með öllu óljóst hvort að húmorinn fylgi með kaupunum ef þú hyggst stela stílnum en það má alltaf reyna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda