Hátíðarskórnir í ár koma á óvart

Klassískir skór sem má nota langt fram á næsta sumar.
Klassískir skór sem má nota langt fram á næsta sumar. Instagram/Pernille Teisbaek/Wiktoria Lorenz

Óþæg­ind­in þurfa ekki að vera til staðar nú yfir hátíðarn­ar því skórn­ir sem eru út um allt núna eru flat­botna. Þessu gætu marg­ir fagnað. Balle­rínu­skórn­ir hafa verið áber­andi síðan í vor og held­ur þessi tíska áfram nú fram á næsta sum­ar. Útgáf­an sem verður hvað vin­sæl­ust er skreytt glitrandi stein­um. 

Þessa skó má nota við hvað sem er. Á tísku­vik­unni í Par­ís voru þeir meðal ann­ars notaðir við víðar galla­bux­ur, kjóla og síð pils. Ef þeir eru skreytt­ir stein­um verða þeir sér­stak­lega hátíðleg­ir og geta vel komið í staðinn fyr­ir, eða verið notaðir við, pallí­ettu­bux­urn­ar- og kjól­inn. 

Skór frá Sofie Schnoor, fást í Mathildu og kosta 29.990 …
Skór frá Sofie Schnoor, fást í Mat­hildu og kosta 29.990 kr.
Skór frá Bianco, fást í Kaupfélaginu og kosta 11.995 kr.
Skór frá Bianco, fást í Kaup­fé­lag­inu og kosta 11.995 kr.
Skór úr Zöru, kosta 7.995 kr.
Skór úr Zöru, kosta 7.995 kr.
Silfurlitaðir skór úr Zöru og kosta 6.995 kr.
Silf­ur­litaðir skór úr Zöru og kosta 6.995 kr.
Skór frá Munthe sem fást í Kultur og kosta 59.995 …
Skór frá Munt­he sem fást í Kult­ur og kosta 59.995 kr.
Skór úr Zöru, kosta 11.995 kr.
Skór úr Zöru, kosta 11.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda