Harpa Kára farðaði Önnu Brauna með litum sem margir hræðast

Harpa Káradóttir farðaði Önnu Brauna.
Harpa Káradóttir farðaði Önnu Brauna. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Förðun­ar­fræðing­ur­inn Harpa Kára­dótt­ir sýndi fal­lega hátíðaförðun í Apotek Atelier á föstu­dag­inn var í sam­vinnu við ís­lenska tísku­merkið Sif Benedicta. Versl­un­in Apotek Atelier sel­ur ís­lenska hönn­un frá Sif Benedicta, sem er í eigu Hall­dóru Sif Guðlaugs­dótt­ur og líka hönn­un Sæv­ars Markús­ar sem hann­ar und­ir sama nafni.

„Ég notaði létt­an og ljóm­andi farða frá Shiseido og notaði brúna og ljós­fjólu­bláa tóna á aug­un því mér fannst það passa föt­un­um henn­ar Hall­dóru Sifjar,“ seg­ir Harpa sem notaði augnskuggapall­ettu frá Dior, Dior Backsta­ge Glow Faceg Palette.

„Ég endaði svo á fjólurauðum varalit og köld­um bleik­um kinna­lit,“ seg­ir Harpa en varalit­ur­inn kem­ur frá MAC og heit­ir Amplified Lip­stick.

Harpa seg­ir að hún hafi mikla ánægju af því að farða fólk í lit­um sem marg­ir hræðast en hér sannaði hún að fjólu­blá­ir augnskugg­ar og fjólurauðir varalit­ir eru hátíðleg­ir og fal­leg­ir þegar allt er komið á sinn stað í and­lit­um þokka­dísa. Harpa komst í frétt­ir á dög­un­um þegar hún farðaði Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur fyr­ir kapp­ræðurn­ar á Rúv sem fram fóru dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar sem fram fóru 30. nóv­em­ber. 

Hér sést fjólublái augnskugginn vel.
Hér sést fjólu­blái augnskugg­inn vel. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Anna klæddist fatnaði frá Sif Benedicta.
Anna klædd­ist fatnaði frá Sif Benedicta. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Harpa setti varalitablýant á Önnu.
Harpa setti varalita­blý­ant á Önnu. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Harpa notaði liti sem hún segir að margir séu hræddir …
Harpa notaði liti sem hún seg­ir að marg­ir séu hrædd­ir við. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Anna Brauna tilbúin í allt.
Anna Brauna til­bú­in í allt. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda