Steldu stílnum af Baldri Stefáns

Baldur á rölti um miðbæinn með hundinn sinn.
Baldur á rölti um miðbæinn með hundinn sinn. mbl.is/Karítas

Ljósmynd eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Karítas Sveinu Guðjónsdóttur, af Baldri Stefánssyni, einum meðeiganda Hamra fjárfestingafélags, í rölti um miðbæinn með hundinum sínum vakti athygli á dögunum. Aðallega fyrir fötin sem hann klæddist og litasamsetninguna.

Baldur klæddist tvíhnepptum, ryðrauðum og köflóttum frakka, buxum í sama lit, brúnum skóm og með loðhúfu í kuldanum. Frakkinn gæti allt eins verið keyptur nálægt Viktoríustræti í Edinborg. Húfan og hanskarnir eru einnig í sömu litapallettu.

Þessi litasamsetning er sjaldséð á íslenskum karlmönnum sem leita oftar í liti eins og dökkbláan og svartan. Það hefur verið í tísku undanfarin ár að klæðast sama litnum frá toppi til táar eins og Baldur gerir svo vel. Ef ryðrauður er ekki þinn litur þá má samt alltaf fá innblástur og endurtaka leikinn í öðrum litatón eins og dökkbrúnum sem er áberandi í verslunum núna.

 

 

Frakki frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar 69.980 …
Frakki frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar 69.980 kr.
Hversdagsbuxur í brúnu úr Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar. Þær kosta …
Hversdagsbuxur í brúnu úr Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar. Þær kosta 17.900 kr.
Brúnir leðurskór frá Sandmann, fást hjá Thomsen Reykjavík og kosta …
Brúnir leðurskór frá Sandmann, fást hjá Thomsen Reykjavík og kosta 59.900 kr.
Loðhúfa frá Feldi, kostar 47.700 kr.
Loðhúfa frá Feldi, kostar 47.700 kr.
Klútur frá Farmer's Market sem kostar 8.900 kr.
Klútur frá Farmer's Market sem kostar 8.900 kr.
Leðurhanskar frá Feldi, fást í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og …
Leðurhanskar frá Feldi, fást í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og kosta 9.800 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda