„Ég mæli með að prófa ef þú þorir“

Sterkar og rauðar varir á móti látlausum augum er það …
Sterkar og rauðar varir á móti látlausum augum er það sem Ingunn mælir með að prófa. Ljósmynd/Gróa Sigurðardóttir

Ing­unn Sig­urðardótt­ir, eig­andi Reykja­vík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June, er fag­mann­eskja í húð og hár. Hún mæl­ir með fyr­ir þau sem þora að setja gloss á aug­un við fínu til­efn­in.

„Fal­leg húð er und­ir­staða fal­legr­ar förðunar. Þá þarf að hugsa vel um húðina og dekra við hana. Ég mæli með að nota góðan rakamaska af og til og feit­ara rakakrem í kuld­an­um,“ seg­ir Ing­unn.

Það sem Ing­unn notaði í jóla­förðun­ina

Gloss á varir og augu gera einstaklega mikið fyrir heildarútlitið.
Gloss á var­ir og augu gera ein­stak­lega mikið fyr­ir heild­ar­út­litið.

Húðin

„Ljómandi og bronsuð húð er alltaf svo falleg með hvaða …
„Ljóm­andi og bronsuð húð er alltaf svo fal­leg með hvaða förðun sem er. Ég mæli með að nota góðan krem-bronzer til að gefa húðinni fal­lega hlýju. Hot Bronzer frá Chilli In June gef­ur hina full­komnu húð og hér notaði ég lit­inn Melty.

Var­ir

„Rauðar varir eru alltaf klassískar fyrir hátíðarlúkkið. Það er gaman …
„Rauðar var­ir eru alltaf klass­ísk­ar fyr­ir hátíðarlúkkið. Það er gam­an að leika sér aðeins með þær og nota dökk­brún­an vara­blý­ant und­ir rauðan varalit. Nota svo glær­an gloss yfir fyr­ir skemmti­legt tvist. Ég notaði Rou­ge Dior Vel­vet nr. 999.

Augu

„Látlaus augnförðun leyfir vörunum að njóta sín. Ég mæli með …
„Lát­laus augn­förðun leyf­ir vör­un­um að njóta sín. Ég mæli með að nota brún­an augn­blý­ant til að skerpa augn­um­gjörðinni, fal­legt glit­ur yfir augn­lokið og stök augn­hár. Ég notaði Et­h­ereal Eyes-pall­ett­una frá Makeup by Mario.“ Þá seg­ir hún fal­legt að setja smá glimmer á aug­un yfir hátíðarn­ar. „Ég mæli með að skoða úr­valið af Dazz­les­hadow Liquid frá MAC.“

 Kinn­ar

„Fallegur kinnalitur setur punktinn yfir i-ið. Ég mæli með að …
„Fal­leg­ur kinna­lit­ur set­ur punkt­inn yfir i-ið. Ég mæli með að staðsetja kinna­lit­inn frek­ar hátt á kinn­bein­in og smá yfir nef­brún­ina fyr­ir frísk­legt út­lit. Ég notaði Blus­hy Blush í litn­um Ivy frá Chilli in June sem er hinn full­komni fer­skju­bleiki lit­ur.“
„Til að taka förðunina á næsta stig notaði ég gloss …
„Til að taka förðun­ina á næsta stig notaði ég gloss á aug­un. Ég mæli með að prófa ef þú þorir. Sami gloss er notaður á var­ir og augu og heit­ir hann Lip­glass frá MAC," seg­ir förðun­ar­fræðing­ur­inn Ing­unn Sig­urðardótt­ir. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausta­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda