Ingunn Sigurðardóttir, eigandi Reykjavík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June, er fagmanneskja í húð og hár. Hún mælir með fyrir þau sem þora að setja gloss á augun við fínu tilefnin.
„Falleg húð er undirstaða fallegrar förðunar. Þá þarf að hugsa vel um húðina og dekra við hana. Ég mæli með að nota góðan rakamaska af og til og feitara rakakrem í kuldanum,“ segir Ingunn.
Það sem Ingunn notaði í jólaförðunina
Gloss á varir og augu gera einstaklega mikið fyrir heildarútlitið.
Húðin
„Ljómandi og bronsuð húð er alltaf svo
falleg með hvaða förðun sem er. Ég
mæli með að nota góðan krem-bronzer til
að gefa húðinni fallega hlýju. Hot Bronzer frá Chilli In June gefur hina fullkomnu
húð og hér notaði ég litinn Melty.
Varir
„Rauðar varir eru alltaf klassískar fyrir hátíðarlúkkið. Það er gaman að leika sér
aðeins með þær og nota dökkbrúnan
varablýant undir rauðan varalit. Nota svo glæran gloss yfir fyrir skemmtilegt tvist. Ég notaði Rouge Dior Velvet nr.
999.
Augu
„Látlaus augnförðun leyfir vörunum að
njóta sín. Ég mæli með að nota brúnan
augnblýant til að skerpa augnumgjörðinni, fallegt glitur yfir augnlokið og stök augnhár. Ég notaði Ethereal Eyes-pallettuna frá Makeup by Mario.“ Þá segir hún fallegt að setja smá
glimmer á augun yfir hátíðarnar. „Ég
mæli með að skoða úrvalið af Dazzleshadow Liquid frá MAC.“
Kinnar
„Fallegur kinnalitur setur punktinn yfir i-ið. Ég mæli með að staðsetja kinnalitinn frekar hátt á kinnbeinin og smá yfir nefbrúnina fyrir frísklegt útlit. Ég notaði
Blushy Blush í litnum Ivy frá Chilli
in June sem er hinn fullkomni
ferskjubleiki litur.“
„Til að taka förðunina á næsta stig notaði
ég gloss á augun. Ég mæli með að prófa
ef þú þorir. Sami gloss er notaður á
varir og augu og heitir hann Lipglass frá MAC," segir förðunarfræðingurinn Ingunn Sigurðardóttir.
Ljósmynd/Arnór Traustason