Handverkinu fagnað á sýningu Chanel

Dásamlegur fatnaður úr smiðju Chanel.
Dásamlegur fatnaður úr smiðju Chanel. Samsett mynd

Métiers d’­arts-lín­unni fyr­ir haustið 2025 var fagnað með mik­illi feg­urð í Hangzhou í Kína á dög­un­um. Mark­miðið var að fagna öllu því stór­kost­lega hand­verki og hæfi­leik­um sem blómstra inn­an veggja franska tísku­húss­ins. Hjá Chanel er sér­stök deild sem ber heitið „The Mai­sons d’­art“, sem mætti þýða sem Hús list­ar­inn­ar, og sam­ein­ar hundruð hand­verks­manna sem sér­hæfa sig í út­saumi, fjöðrum, gull-, skó- og hatta­smíði, plíser­ing­um og skart­gripa­gerð.

Tísku­sýn­ing­in var hald­in að nóttu til í þess­ari sögu­frægu borg en inn­blást­ur fatalín­unn­ar var feng­inn frá kín­versk­um an­t­ík­mun­um sem sjálf Gabrielle Chanel safnaði. Fatalín­an var til­einkuð ferðalög­um, draum­um og öðru sem heill­ar okk­ur.

Efn­in sem mest áber­andi voru eru ofnu tweed-ullar­efn­in frá Chanel, satín og velúr með litl­um bróderuðum blóm­um. All­ur frá­gang­ur á fatnaðinum var til fyr­ir­mynd­ar og flík­urn­ar fóðraðar með silki. Mynstr­in voru feng­in frá alda­göml­um og lökkuðum vegg­klæðning­um. Lit­irn­ir sem voru mest áber­andi voru svart­ur, jaðigrænn, dökk­brúnn, bleik­ur og him­in­blár. Stíg­vél­in náðu upp að hné og fínni skórn­ir voru támjó­ir úr svörtu lakkleðri.

And­rúms­loftið var róm­an­tískt og draum­kennt í myrkr­inu sem end­ur­speglaðist vel í lúx­us­fatnaðinum sem var verið að sýna.

Lúxus Vatteraður loðjakki og kjóll í dásamlegum grænum lit.
Lúx­us Vatteraður loðjakki og kjóll í dá­sam­leg­um græn­um lit. Ljós­mynd/​Chanel
Pastel Í línunni mátti finna nokkra dásamlega pastelliti eins og …
Pastel Í lín­unni mátti finna nokkra dá­sam­lega pastelliti eins og ljós­blá­an, bleik­an og gul­an. Ljós­mynd­ir/​Chanel
Fjóla Bróderað fjólublátt og bleikt tweed-ullarefni frá Chanel sem er …
Fjóla Bróderað fjólu­blátt og bleikt tweed-ullar­efni frá Chanel sem er bróderað með blóm­um. Ljós­mynd/​Chanel
Handverk Línan er unnin af handverksmönnum hjá Chanel í París.
Hand­verk Lín­an er unn­in af hand­verks­mönn­um hjá Chanel í Par­ís. Ljós­mynd/​Chanel
Silkisatín Þetta er eitt vandaðasta efni í heimi og einstaklega …
Silkisatín Þetta er eitt vandaðasta efni í heimi og ein­stak­lega fal­legt í víðum bux­um og jakka í stíl. Ljós­mynd/​Chanel
Svart Satín og dýrlegir skartgripir voru áberandi.
Svart Satín og dýr­leg­ir skart­grip­ir voru áber­andi. Ljós­mynd/​Chanel
Jakkinn Litli, stutti jakkinn er eitt sem einkennir franska tískuhúsið …
Jakk­inn Litli, stutti jakk­inn er eitt sem ein­kenn­ir franska tísku­húsið og var í mörg­um mynd­um. Ljós­mynd/​Chanel
Ferðalag Það væri ekki amalegt að eiga Chanel-ferðatösku.
Ferðalag Það væri ekki ama­legt að eiga Chanel-ferðatösku. Ljós­mynd/​Chanel
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda