Það er alltaf gleðilegt að klæða sig upp á og yfir hátíðarnar eru nógu mörg tilefni. Það verður að eiga ein jakkaföt fyrir fínustu boðin og þó að flestir eigi annaðhvort svört eða dökkblá má bregða út af vananum og skoða liti eins og dökkgrænan. Hann passar til dæmis vel við hvítt, svart, bláa og vínrauða tóna. Mjög jólalegt!