Leiðbeiningar: Svört og dramatísk augnförðun hjá Chanel

Húðin er mött á móti svartmáluðum augum. Passa að augabrúnirnar …
Húðin er mött á móti svartmáluðum augum. Passa að augabrúnirnar séu ekki of dökkar á móti. Ljósmynd/Chanel

Augn­förðunin á Métiers d’­art-sýn­ingu Chanel vakti mikla at­hygli. Þykk, svört augn­pennalína á efra augn­loki ásamt svört­um augnskugga minnti um margt á augn­förðun bresku söng­kon­unn­ar Amy Winehou­se sem var und­ir áhrif­um frá „pin-up“-tíma­bili sjötta og sjö­unda ára­tug­ar­ins. Allt annað í förðun­inni virðist held­ur lát­laust en hér má finna leiðbein­ing­arn­ar í skref­um. Það er til­valið að leika förðun­ina eft­ir yfir hátíðarn­ar enda nóg um að vera.

Það þarf ekki margar vörur til að leika þessa förðun …
Það þarf ekki marg­ar vör­ur til að leika þessa förðun eft­ir. Ljós­mynd/​Chanel
Le Liner De Chanel Noir Profond-augnlínupenninn.
Le Liner De Chanel Noir Prof­ond-augn­línupenn­inn. Ljós­mynd/​Chanel

Farði

Á and­litið er notað Les Beiges Water-Fresh Comp­l­ex­i­on Touch með 2 fyr­ir 1-farðabursta frá Chanel, 2-In-1 Foundati­on Brush Fluid and Powder N°101. Húðin á að vera nátt­úru­leg og mött.

Yf­ir­bragð húðar­inn­ar er full­komnað með Le Cor­recte­ur De Chanel-hylj­ar­an­um frá Chanel og best er að nota til þess Retracta­ble Dual-Tip Conceal­er-burst­ann, eft­ir þörf­um.

Til að fram­kalla nátt­úru­leg­an roða í kinn­arn­ar er mælt með Jou­es Contra­ste In­ten­se Rose Ardent á miðjar kinn­ar og litn­um blandað með bursta, eft­ir kinn­beini, í átt að hár­línu.

Ljóm­inn er fram­kallaður með Baume Essentiel Tran­spar­ent efst á kinn­bein­in með burst­an­um Retracta­ble Highlig­hter Brush N° 111.

Auga­brún­ir

Chanel mæl­ir með frem­ur lát­laus­um og nátt­úru­leg­um auga­brún­um. Best er að byrja á að greiða í gegn­um þær með Dual-Ended Brow Brush N° 207.

Og eft­ir þörf­um að gera þær fyllri með Stylo Sourcils Haute Precisi­on.

Varirnar eru náttúrulegar á móti dökkum augum.
Var­irn­ar eru nátt­úru­leg­ar á móti dökk­um aug­um. Ljós­mynd/​Chanel

Augu

Þá kem­ur að aðal­atriðinu en það er augn­lín­an. Hún er dreg­in með efra augn­lok­inu og gerð eins þykk og kost­ur er. Chanel mæl­ir með Le Liner De Chanel Noir Prof­ond-augn­línupenn­an­um og við enda augn­loks­ins er lín­an sveigð aðeins upp á við.

Því næst er lín­an gerð enn þykk­ari með Ombre Essentielle 246 Bois Noir, viðmiðið er allt augn­lokið.

Að lok­um er sett­ur maskari á efri augn­hár­in, með Mascara Le Volume De Chanel 10 Noir.

Var­ir

Vör­un­um er gef­inn raki með Rou­ge Coco Baume Drea­my White.

Negl­ur

Naglalakkið er ljós­bleikt í anda sjötta og sjö­unda ára­tug­ar­ins. Best er að und­ir­búa negl­urn­ar með La Base Camélia, því næst er lakkið sjálft sett á í litn­um Le Vern­is De Chanel 175 Skieu­se og eft­ir að lakkið þorn­ar er aukagl­ans bætt við með Le Gel Coat.

Dual-Ended Brow Brush N° 207 passar upp á náttúrulegar augabrúnir.
Dual-Ended Brow Brush N° 207 pass­ar upp á nátt­úru­leg­ar auga­brún­ir.
Mælt er með að nota Joues Contraste Intense Rose Ardent-kinnalitinn …
Mælt er með að nota Jou­es Contra­ste In­ten­se Rose Ardent-kinna­lit­inn á miðjar kinn­ar.
Les Beiges Water-Fresh Complexion Touch er fullkomið undir farða.
Les Beiges Water-Fresh Comp­l­ex­i­on Touch er full­komið und­ir farða.
Rouge Coco Baume Dreamy White varanæring nær fram náttúrulegu útliti.
Rou­ge Coco Baume Drea­my White vara­nær­ing nær fram nátt­úru­legu út­liti.
Ombre Essentielle 246 Bois Noir er svartur augnskuggi sem er …
Ombre Essentielle 246 Bois Noir er svart­ur augnskuggi sem er sniðugt að nota við þessa förðun.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda