„Brotinn fótur en samt í tísku“

Kim Kardashian vinnur í lausnum en ekki vandamálum.
Kim Kardashian vinnur í lausnum en ekki vandamálum. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an sem ný­lega greindi frá því að hún hefði brotið á sér fót­inn sýn­ir enn og aft­ur að hún læt­ur ekki erfiðar aðstæður hindra sig í að líta vel út og halda sín­um stíl.

Stjarn­an deildi mynd af gifs­inu sínu á In­sta­gram sem lík­ist há­hæluðum skóm með pall­botni. Mynd­in hef­ur vakið mikla at­hygli og hlotið lof fyr­ir frum­lega nálg­un.

Fína hælaskóagifsið hennar Kim.
Fína hæla­skóagifsið henn­ar Kim. Ljós­mynd/​In­sta­gram

„Brot­inn fót­ur, en samt í tísku!“ skrifaði einn aðdá­andi á sam­fé­lags­miðlum, á meðan ann­ar lýsti gifs­inu sem „ný­stár­legu og tákn­rænu fyr­ir Kim.“

Kar­dashi­an, sem er 44 ára, greindi fyrst frá fót­brot­inu fyrr í des­em­ber og hef­ur síðan notað hlaupa­hjól með stuðningi fyr­ir hnéð til að kom­ast um. Við opn­un nýrr­ar SKIMS-versl­un­ar í New York mætti hún í leður­sam­fest­ingi, sam­ræmd­um há­hæluðum skóm og gifs­inu á öðrum fæt­in­um. SKIMS er und­irfata­merki í henn­ar eigu og hef­ur náð mikl­um vin­sæld­um fyr­ir þægi­leg­an en stíl­hrein­an fatnað.

Kim Kardashian að skarta sýnu fínasta á nýja hlaupahjólinu sínu.
Kim Kar­dashi­an að skarta sýnu fín­asta á nýja hlaupa­hjól­inu sínu. Ljós­mynd/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda