Jólapeysan í ár pottþétt sú ljótasta

Tíska hefur verið stór hluti af lífi Jóns Breka.
Tíska hefur verið stór hluti af lífi Jóns Breka. Ljósmynd/Aðsend

Sam­vera og ljótujólapeysu­hefð fjöl­skyld­unn­ar stend­ur upp úr á jól­un­um að mati Jóns Breka.
Tíska á hug hans all­an núna og ætl­ar hann að klæðast lit­um, pallí­ett­um og glimmeri yfir jól­in.

Jón Breki Jón­as er al­inn upp í Dan­mörku að mestu og hef­ur danski ein­fald­leik­inn haft mik­il áhrif á hann. Hann hef­ur alltaf sótt í skap­andi um­hverfi og tísku og starfar nú hjá Galleri 17 þar sem hann hef­ur bæði áhrif og fær inn­blást­ur frá ólíku fólki og tísk­unni í kring.

„Eft­ir að ég flutti til Íslands hef ég orðið fyr­ir áhrif­um frá lit­ríku ís­lensku um­hverfi. Fyr­ir mér snýst tíska ekki aðeins um föt held­ur líka tján­ingu, gleði og stund­um smá til­raunastarf,“ seg­ir Jón Breki.

En hvernigverðurjóla­tísk­an í ár?

„Hún er full af lit­um, pallí­ett­um og skemmti­leg­um föt­um. Ég er ekki mikið fyr­ir að vera í öllu svörtu yfir jól­in held­ur elska ég að bæta smá glimmeri og lit­um við. Það er svo gam­an að blanda sam­an glitrandi flík­um við klass­ísku jóla­lit­ina eins og dökk­græn­an, rauðan og silf­ur­litaðan.“

Jón Breki reyn­ir að velja flík­ur sem hann get­ur notað oft. „Þegar ég bæti ein­hverju nýju við í fata­skáp­inn geri ég smá til­raun­ir með hvernig ég get stíliserað þær. Sér­stak­lega þegar árstíðabreyt­ing­arn­ar koma, þá finnst mér gam­an að bæta fersk­um áhersl­um við stíl­inn. Fyr­ir jól­in er þetta sér­stak­lega skemmti­legt,“ seg­ir hann.

Þegar kem­ur að jóla­föt­un­um kem­ur ekki margt til greina. „Við fjöl­skyld­an höf­um alltaf haft það fyr­ir hefð að vera í ljót­um jólapeys­um um jól­in og þetta árið verður hún pottþétt sú ljót­asta. Það er ekk­ert betra en að vera bara í góðri stemn­ingu með fólk­inu mínu.“

Jón Breki er ekki hrifinn af því að klæðast öllu …
Jón Breki er ekki hrif­inn af því að klæðast öllu svörtu um jól­in held­ur bæt­ir hann lit­um við. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Hvað er það mik­il­væg­asta um jól­in?

„Þegar við fjöl­skyld­an kom­um sam­an, borðum sam­an og spjöll­um. Svo auðvitað þegar jólaserí­urn­ar og ljós­in byrja að skína og fylla heim­ilið af hlýju. Þá eru það bara al­vöru jól.“

Hann ját­ar að vera al­gjört jóla­barn. „Það er eitt­hvað svo sér­stakt við jól­in, all­ir verða aðeins glaðari og það er fullt af kær­leika í loft­inu. Ég elska að gefa gjaf­ir og sjá hvað þær gleðja aðra, það er svo gam­an að upp­lifa þessa gleði með þeim sem maður elsk­ar.“

Jón Breki er alinn upp í Danmörku og er hrifinn …
Jón Breki er al­inn upp í Dan­mörku og er hrif­inn af ein­fald­leik­an­um þar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað lang­ar þig að fá í jóla­gjöf?

„Ég er mikið fyr­ir gjaf­ir sem snú­ast um að deila góðum stund­um með öðrum. Hvort sem það er ferð, eitt­hvað nýtt sem við próf­um sam­an eða bara ein­fald­lega að hafa gam­an. Það er miklu skemmti­legra en að fá bara hluti.“

Jón Breki ætl­ar að halda upp á af­mælið sitt rétt fyr­ir jól­in. „Jól­in í ár verða svo­lítið klass­ísk með fullt af jóla­hefðum, góðum mat og fjöl­skyld­u­stund­um. En þau verða smá öðru­vísi því ég mun halda upp á af­mælið mitt þannig að við fáum að blása upp blöðrur og fagna aðeins fyrr. Jól­in verða því með meiri gleði og spennu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda