Kristrún geislaði í 144.000 króna kjól á Bessastöðum

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var töluvert djörf í fatavali en …
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var töluvert djörf í fatavali en samt smart á Bessastöðum í gær. Samsett mynd

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar tók við embætti forsætisráðherra á Bessastöðum í gær. Kristrún klæddi sig upp á í tilefni dagsins og skartaði 144.000 króna kjól úr 100% Viscose. Kjóllinn er frá ítalska tískumerkinu MSGM sem er vandað og vel saumað og býður oftar en ekki upp á klæðileg snið. 

Við kjólinn var Kristrún í rauðum skóm og var hárið vel blásið við. Skórnir eru frá íslenska skó- og töskumerkinu Kalda og heita Peki. Það er augljóst að Kristrún er að fá hjálp með fataval því það hefur stórbatnað síðustu mánuði. Hún klæddist til dæmis 54.000 króna pallíettublússu frá Polo Ralph Lauren á kosninganóttinni, sem keypt var í Mathilda í Smáralind, og Smartland greindi frá því að hún hefði neglt sig inn í ríkisstjórn í þessari föngulegu flík. 

Alma í Filippu K

Alma Möller var glæsileg í sinni vínrauðu dragt frá Filippa K. og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir leyfði sér örlítið meira með því að fara í örlítið glansandi jakka við buxur og blússu. 

Öklaskór ganga ekki við kjól

Næsta verk Ingu Sæland er að fá sér stílista. Á meðfylgjandi ljósmyndum sést hún í svörtum skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokkabuxum við. Slíkir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tekur við ráðherraembætti. Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl. Skórnir frá Tamaris hefðu til dæmis átt vel, þægilegir en samt penir. 

Fólk í ráðherraembættum þarf að klæða sig á viðeigandi hátt. Það má alveg minna á að starfinu fylgir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að endurspeglast í fatavali, förðun og hárgreiðslu.

Hér er Kristrún Frostadóttir fyrir miðju ásamt nýrri ríkisstjórn.
Hér er Kristrún Frostadóttir fyrir miðju ásamt nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Eyþór Árnason
Það tiplar enginn á tánum í rauðum skóm. Skófatnaður Ingu …
Það tiplar enginn á tánum í rauðum skóm. Skófatnaður Ingu Sæland vakti athygli en þess má geta að öklaskór og hnésíður kjóll fara ekki saman. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda