Vinsælustu töskur í heimi frá árinu 2000

Balenciaga City, Chanel 2.55, Fendy Spy Bag og Dior Saddle …
Balenciaga City, Chanel 2.55, Fendy Spy Bag og Dior Saddle Bag. Samsett mynd/Instagram

Tösk­ur eru meira en fylgi­hlut­ur á hand­legg þeirra sem elska tísku. Þær eru praktík, geymsla fyr­ir það sem þú þarft að hafa með þér yfir dag­inn. Há­tísku­merk­in hafa þó keppst við síðustu ár að hanna vin­sæl­ustu tösk­una, svo­kallaða „it-bags“ sem stjörn­ur, áhrifa­vald­ar og al­menn­ing­ur missa sig yfir.

Útlit þeirra end­ur­spegl­ar tíðaranda hvers árs fyr­ir sig, hvernig föt voru í tísku, hverju var fólk að leita að, var það nostal­g­ía eða meiri mód­ern­ismi? Hvernig var task­an notuð, til og frá vinnu eða aðeins í kokteil­boð? Þarf task­an að gegna báðum hlut­verk­um?

Tösk­ur frá há­tísku­hús­um kosta yf­ir­leitt ann­an hand­legg­inn, sum­ar hátt í báða en það er ómögu­legt því það þarf að geta haldið á gripn­um. En ef þær eru vel gerðar þá eru þær lífs­stíðar­eign, eld­ast vel og detta ekki úr tísku eins og sagt er.

Þess­um lista yfir vin­sæl­ustu tösk­ur frá ár­inu 2000 fylg­ir mik­il nostal­g­ía. Eft­ir tösk­um sem maður sá á vel klædd­um kon­um í helstu stór­borg­um heims og óskaði þess að geta keypt sér. Aðrir lögðu fyr­ir og fjár­festu í drauma­tösk­unni. Nokkr­ar af tösk­un­um á þess­um lista eru hætt­ar í fram­leiðslu og selj­ast á ofsa­háu verði á end­ur­sölusíðum. Tösk­ur eins og Balenciaga City Bag sem var hvað vin­sæl­ust í kring­um árið 2001 var með því­líka end­ur­komu í sum­ar og því um klass­ísk­an grip að ræða þó að hún hafi sinn karakt­er. Tísk­an fer nú yf­ir­leitt í hringi, alla­vega rjóm­inn af henni.

2000: Dior Saddle Bag

Task­an er hönnuð af John Galliano fyr­ir franska há­tísku­húsið Dior og vakti strax at­hygli fyr­ir áhuga­verða lög­un­ina. Inn­blástur­inn að tösk­unni kom frá hnökk­um fyr­ir hesta. Task­an birt­ist í Sex & The City og var það Sarah Jessica Par­ker sem lék Carrie sem var með tösk­una. Saddle Bag datt úr tísku en kom aft­ur með mikl­um hraða aft­ur inn í tísku­heim­inn árið 2018 og er al­gjör­lega tíma­laus grip­ur. 

Dior Saddle Bag frá árinu 2000.
Dior Saddle Bag frá ár­inu 2000.

2001: Balenciaga City Bag

Task­an er hönn­un Nico­les Ghesquiére varð strax vin­sæl vegna þess hversu góð hvers­dagstaska hún er. Hún er skreytt álp­inn­um, mjúk­um hand­föng­um og eyddu leðri. Task­an er praktísk, el­eg­ant og töffara­leg sem var ein­mitt það sem fólk var að leita af á þess­um tíma. Hún fór vel við bóhem­tísk­una sem var ríkj­andi á þess­um tíma og sást of­ur­fyr­ir­sæt­an Kate Moss oft með tösk­una. Í sum­ar varð hún gríðarlega vin­sæl aft­ur og án efa marg­ir sem grófu sína gömlu aft­ur upp. 

Balenciaga City Bag.
Balenciaga City Bag.

2002: Lou­is Vuitt­on Multicol­or Spee­dy Bag

Þetta var sam­vinnu­verk­efni á milli fata­hönnuðar­ins Marc Jac­obs og lista­manns­ins Takashi Murakami. Þeir breyttu klass­ísku Spee­dy-tösk­unni og gerðu hana lit­skrúðug­ari sem gladdi tísku­unn­end­ur mikið. Task­an sást á áhrifa­völd­um og stór­stjörn­um um all­an heim og er afrakst­ur eins ár­ang­urs­rík­asta sam­starfs tísku- og lista­heims­ins. 

Louis Vuitton Multicolour Speedy Bag.
Lou­is Vuitt­on Multicolour Spee­dy Bag.

2003: Fendi Spy Bag

Fléttuð hand­föng sem öskruðu lúx­us ein­kenndi tösk­una þegar hún kom fyrst fram á sjón­var­sviðið. Task­an þótti áhuga­verð vegna þess að hún var með leyni­hólf­um- og vös­um. Stjörn­ur eins og Madonna og Kim Kar­dashi­an sáust oft með tösk­una og enn þann dag í dag selst hún hratt upp á end­ur­sölusíðum. Task­an var hönnuð af Sil­viu Fendi og markaði þátta­skil í rekstri Fendi-tísku­húss­ins og kom fylgi­hlut­un­um þeirra á kortið.

Fendi Spy Bag.
Fendi Spy Bag.

2004: Padd­ingt­on Bag frá Chloé

Taska sem marg­ir ættu að muna eft­ir og þá aðallega vegna lásn­um sem hékk á henni. Task­an varð svo vin­sæl og biðlist­arn­ir eft­ir að geta keypt tösk­una nán­ast enda­laus­ir. Task­an þótti praktísk, með bóhemút­liti og var hönnuð af Phoe­be Phi­lo. 

Chloé Paddington Bag.
Chloé Padd­ingt­on Bag.

2005: YSL Muse Bag

Tíma­laus og el­eg­ant, ekta Yves Saint Laurent. Task­an þótti mjög fáguð og heillaði kon­ur eins og Kate Moss og Ang­el­inu Jolie. Task­an var praktísk, ekki of æp­andi og áber­andi. „Hljóðlaus“ lúx­us eins og ein­hverj­ir myndu orða það.

YSL Muse Bag.
YSL Muse Bag.

2006: Marc Jac­obs Stam Bag

Tösk­unni var gefið nafnið eft­ir fyr­ir­sæt­unni Jessicu Stam. Task­an er stung­in með gull­keðju. Jac­obs var und­ir áhrif­um frá átt­unda ára­tugn­um við hönn­un­ina. Stjörn­ur eins og Lindsay Loh­an og Par­is Hilt­on sáust oft með tösk­una.

Marc Jacobs Stam Bag.
Marc Jac­obs Stam Bag.

2007: Chanel 2.55

End­urút­gáfa frá Chanel í til­efni af fimm­tíu ára „af­mæli“ 2.55 tösk­unn­ar frá franska há­tísku­hús­inu. End­urút­gáf­an sannaði það að grip­ur get­ur farið kyn­slóða á milli án þess að missa sjarma sinn. Task­an var end­ur­gerð í upp­haf­legu út­liti, með fræga Mademoiselle -lás og keðju. Task­an heillaði alla þá sem voru eft­ir tíma­lausri tösku.

Chanel 2.55.
Chanel 2.55.

2008: Proenza Schouler PS1 Bag

Hönnuð fyr­ir upp­tekn­ar kon­ur sem ferðast oft á milli mis­mun­andi staða. Inn­blástur­inn af tösk­unni var gam­aldags­skólataska og varð hún strax gríðarlega vin­sæl um all­an heim. Task­an þótti vel gerð, var mini­malísk og kom í mörg­um mis­mun­andi lit­um og nokkr­um stærðum.

Proenza Schouler PS1.
Proenza Schouler PS1.

2009: Mul­berry Al­exa Bag

Al­exa Chung, fyr­ir­sæta og tísk­u­stjarna, var inn­blástur­inn af þess­ari tösku. Task­an þótti flott til að nota hvers­dags­lega. Upp­haf­lega voru það mikið af ung­um kon­um sem heilluðust af tösk­unni sem var bæði praktísk og flott. Þessi taska varð gríðarlega vin­sæl og var ein mest selda vara Mul­berry í mörg ár. 

Mulberry Alexa.
Mul­berry Al­exa.

2010: Cel­ine Lugga­ge Tote

Önnur taska á þess­um lista eft­ir einn far­sæl­asta fata­hönnuð síðari ára, Phoe­be Phi­lo. Task­an var hönnuð sem praktísk­ur list­mun­ur og voru fjöl­marg­ir æst­ir í að eign­ast þessa tösku. Task­an kom í  mörg­um út­gáf­um, leðri, ullar­efni og meira að segja úr sná­ka­skinni. Þetta er sú taska sem Phi­lo er hvað fræg­ust fyr­ir að hafa hannað.

Celine Luggage Tote.
Cel­ine Lugga­ge Tote.

2011: Gi­venc­hy Antigona Bag

Nú­tíma­leg og kraft­mik­il taska fyr­ir kon­ur á þeim tíma. Hún var hönnuð af Riccar­do Tisci og varð fljótt mjög klass­ísk eign. Task­an þótti henta vel til hvers­dags­nota en einnig við fínni til­efni.

Givenchy Antigona Bag.
Gi­venc­hy Antigona Bag.

2012: Lou­is Vuitt­on Neverf­ull

Vin­sæld­ir tösk­unn­ar náðu há­marki í kring­um árið 2012 og varð taska fyr­ir þær sem leituðu af praktískri týpu sem mikið nota­gildi væri í. Það sló í gegn að hægt var að gera tösk­una per­sónu­legri, láta upp­hafs­stafi sína á tösk­una og velja um fóður. Task­an sneri aft­ur á ár­inu 2024 og er enn þann dag í dag einn mest seldi grip­ur tísku­húss­ins.

Louis Vuitton Neverfull.
Lou­is Vuitt­on Neverf­ull.

2013: Saint Laurent Day Bag,

„Taska dags­ins“ varð að nú­tíma­legri og klass­ískri tösku sem passaði við margt. Tíma­laust út­lit henn­ar gerði hana fljótt að tösku sem flest­ar kon­ur urðu að eign­ast.

Saint Laurent Day Bag.
Saint Laurent Day Bag.

2014: Chanel Boy Bag

Task­an sem komst fljótt á óskalista ansi margra þegar hún kom fyrst út. Task­an var hönnuð af Karl Lag­er­feld og þótti töffara­leg og nú­tíma­legri en aðrar tösk­ur frá Chanel. Task­an heillaði fyr­ir að vera töff en á sama tíma mjög klass­ísk.

Chanel Boy Bag.
Chanel Boy Bag.

2015: Gucci Di­onys­us Bag

Al­ess­andro Michele blés nýju lífi inn í ít­alska tísku­húsið Gucci með Di­onys­us-tösk­unni. Tígri­sklemm­an og bróder­ing­arn­ar gerðu tösk­una heill­andi og mjög eft­ir­sótta. Eng­in mini­mal­ismi var þarna við hönd held­ur frek­ar max­imal­ismi sem varð síðan stefna hans á þess­um tíma hjá Gucci. 

Gucci Dionysus Bag.
Gucci Di­onys­us Bag.

2016: Loewe Puzzle Bag

Púsltask­an var hönnuð af Jon­ath­an And­er­son og er hönnuð á mjög tækni­leg­an hátt. Hún varð fljótt eft­ir­sótt af þeim sem vildu aðeins öðru­vísi fylgi­hlut í skáp­inn.

Loewe Puzzle Bag.
Loewe Puzzle Bag.

2017: Dior Book Tote

Stóra task­an sem flest­ir hentu öllu dót­inu sínu í varð fljótt að lúx­us­fylgi­hlut þegar franska tísku­húsið Christian Dior gerði sína út­gáfu. Task­an var hönnuð fyr­ir fólk á ferðinni og var mynstruð, oft­ast dökk­blá og kremlituð. Stór­stjörn­ur eins og Ri­hanna sáust mikið með hana sem hef­ur ef­laust aukið vin­sæld­ir tösk­unn­ar. Það var hægt að gera tösk­una per­sónu­legri og skipta út „Christian Dior“ fyr­ir nafnið sitt. 

Christian Dior Book Tote.
Christian Dior Book Tote.

2018: Chanel Gabrielle Bag

Þetta er þriðja Chanel-task­an á list­an­um en tösk­urn­ar frá há­tísku­hús­inu hafa gjarn­an verið eft­ir­sótt­ar í gegn­um tíðina. Gabrielle-task­an var hönnuð með Gabrielle Chanel í huga og er ein­stök, marg­nota og býður upp á nokkra mögu­leika með hvernig á að halda á henni. Útlitið er svo­lítið rokkað og varð task­an fljótt vin­sæl.

Chanel Gabrielle Bag.
Chanel Gabrielle Bag.

2019: Bottega Veneta Pouch Bag

Þessi taska var gjör­sam­lega út um allt og var notuð af stór­stjörn­um og áhrifa­völd­um. Task­an er mini­malískt úr gæðamiklu leðri og kom Bottega Veneta á kortið aft­ur und­ir list­rænni stjórn Daniel Lee. Þetta er klass­ísk taska sem er enn vin­sæl hjá tísku­hús­inu. Of­ur­fyr­ir­sæt­an Rosie Hunt­ingt­on-Whiteley var dug­leg að birta mynd­ir af sér á In­sta­gram með tösk­una og ger­ir enn.

Bottega Veneta Pouch Bag.
Bottega Veneta Pouch Bag.

2020: Telf­ar Shopp­ing Bag

Lík­lega eina task­an á þess­um lista sem er á viðráðan­legu verði fyr­ir flesta. Tösk­unni var fagnað fyr­ir út­lit og verð. Hún er míni­malisk og praktísk og sást mikið af þeim sem sóttu tísku­vik­urn­ar um all­an heim. Leik­kon­an Zoë Kra­vitz og Dua Lipa voru mikl­ir aðdáa­end­ur tösk­unn­ar.

Telfar Shopping Bag.
Telf­ar Shopp­ing Bag.

2021: Prada Cleo Bag

Á þess­um árum var Prada eitt vin­sæl­asta tísku­hús í heim­in­um. Cleo-task­an var míni­malisk en minnti svo­lítið á tísku tí­unda ára­tug­ar­ins og var mest áber­andi í svörtu, glans­andi leðri. 

Prada Cleo Bag.
Prada Cleo Bag.

2022: Balenciaga La Ca­gole Bag

La Ca­gole var ein­hvers­kon­ar end­urút­gáfa af City-tösk­unni sem var vin­sæl­ust árið 2001 og sett í enn meiri rokk- og nú­tíma­legri bún­ing. Task­an var fyr­ir þá sem þorðu að bera þenn­an áber­andi fylgi­hlut og var mjög vin­sæl hjá áhrifa­völd­um. 

Balenciaga La Cagole.
Balenciaga La Ca­gole.

2023: Miu Miu Wand­er Quilted Bag

Wand­er-task­an var stung­in og formið hring­laga. Það má annað hvort skella tösk­unni á öxl­ina eða halda á henni en þetta varð fljótt mjög vin­sæl taska frá „litlu syst­ur“ ít­alska tísku­húss­ins Prada. Task­an er vin­sæl enn þá í dag og er notuð af stjörn­um eins og Hailey Bie­ber.

Miu Miu Wander Quilt Bag.
Miu Miu Wand­er Quilt Bag.


2024: Gucci Hor­sebit Chain Bag

Gucci Hor­sebit frá ár­inu 1995 var end­urút­gef­in í kring­um árið 2020 með vís­an­ir í hönn­un tísku­húss­ins upp­haf­lega í kring­um hesta­fólk. Task­an er tíma­laus, klass­ísk og geng­ur upp sama hvaða árið er. Al­ess­andro Michele gerði nýrri út­gáfu af klass­ískri tösku og lék sér að áferð og lit­um. 

Gucci Horsebit Chain Bag.
Gucci Hor­sebit Chain Bag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda