Glitraðu eins og Pattra um áramótin

Pattra skartar sínu fegursta með áramótaförðun sem segir sex.
Pattra skartar sínu fegursta með áramótaförðun sem segir sex. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Förðun­ar­meist­ar­inn Dýr­leif Sveins­dótt­ir farðaði Pöttru Sriyanonge með nýj­ustu straum­um og stefn­um í förðun fyr­ir 2025. Þú gæt­ir tekið for­skot á sæl­una með þess­um leiðar­vísi sem fram­kall­ar töfra og feg­urð í hverju and­liti.

„Nýja árið kall­ar á matt­ari húð en sést hef­ur und­an­far­in ár. Farðinn Terracotta Le Teint frá Gu­erlain er full­kom­inn til að fram­kalla þann stíl. Um er að ræða marg­verðlaunaðan farða sem kall­ar fram það besta með miðlungsþekj­andi formúlu sem er krem­kennd en virk­ar eins og flau­el þegar farðinn er kom­inn á húðina. Þessi farði leyf­ir húðinni að njóta sín en það er líka mik­il­vægt að nota púður til að ná fram þess­ari möttu áferð. Fut­ure Soluti­on LX Loose Radi­ance Powder frá Shiseido er örþunnt laust púður sem matt­ar húðina en gef­ur líka birtu í kring­um augnsvæði, nef og á milli auga­brúna og á köku. Púðrið slétt­ir úr og fyll­ir upp í fín­ar lín­ur í leiðinni,“ seg­ir Dýr­leif.

Gosh Copenhagen Eyeconic shadows eru tvíenda, kremkenndir augnskuggar sem bjóða …
Gosh Copen­hagen Eyeconic shadows eru tví­enda, krem­kennd­ir augnskugg­ar sem bjóða upp á glitrandi formúlu á öðrum end­an­um og matta á hinum.

Glit­ur á rétt­um stöðum

Áhersl­ur í förðun fyr­ir 2025 verða sanseraðar.

„Metallic-áferðir koma aft­ur og við erum ekki að tala bara um glitrandi augnskugga. Hugsaðu glamp­andi fylgi­hluti sem glampa líkt og flug­eld­ar úr margra kíló­metra­fjar­lægð. Gosh Copen­hagen Eyeconic shadows eru tví­enda, krem­kennd­ir augnskugg­ar sem bjóða upp á glitrandi formúlu á öðrum end­an­um og matta á hinum. Hægt er að nota augnskugg­ann á aug­un en einnig á kinn­bein­in til að bæta við dýpt eða glans. Tísku­heim­ur­inn er nú að fagna því að blanda sam­an stíl­um, svo ekki hika við að prófa ýmsa metallic-tóna og blandaðu heit­um og köld­um lit­um sam­an,“ seg­ir Dýr­leif.

Guerlain Rouge G-varaliturinn gerir varirnar kyssilegar og svo er hann …
Gu­erlain Rou­ge G-varalit­ur­inn ger­ir var­irn­ar kyssi­leg­ar og svo er hann eins og skart­grip­ur.

En hvernig eiga var­irn­ar að vera á nýja ár­inu?

„Eitt af því mest spenn­andi á nýju ári verður áhersl­an á var­ir sem líta út eins og þær séu „ný­lega kysst­ar“. Gu­erlain Rou­ge G-varalit­ur­inn í þínum upp­á­halds-berjalit mun tryggja að var­irn­ar séu bæði mjúk­ar og vel nærðar,“ seg­ir Dýr­leif og bend­ir á að hulstrið utan um varalit­inn sé eins og skart­grip­ur.

„Þú get­ur valið þér spegla­hulst­ur utan um varalit­inn eft­ir eig­in smekk og stíl fyr­ir per­sónu­legt lúkk og þar með auðveldað þér að bæta varalitn­um á hvar og hvenær sem er,“ seg­ir hún.

Ertu með eitt­hvert leynitrix uppi í erm­inni svo var­irn­ar virki stærri?

„Já. Dúmpaðu vísi­fingri ör­lítið yfir varalín­una eft­ir að þú berð varalit­inn á og var­irn­ar þínar munu virka stærri og kyssi­legri.“

Glitrandi augnskuggi fer vel við dökka augnumgjörð.
Glitrandi augnskuggi fer vel við dökka augn­um­gjörð.

Blonzer og fjöl­hæf­ar vör­ur

Dýr­leif seg­ir að 2025 verði meira um það að ljóma­vör­ur og púður verði sam­einuð í eitt og kall­ast fyr­ir­bærið „Blonzer“.

„Gu­erlain Terracotta-sólar­púður og kinna­lit­ir munu færa þér fal­legt sól­kysst út­lit. Prófaðu að setja fer­skju­litaðan kinna­lit áður en þú berð á þig sólar­púðrið. Yfir kinn­bein og nef­bein og bættu síðan sólar­púðrinu yfir hæstu punkt­ana á and­lit­inu þínu. Prófaðu einnig að leika þér með kremaðar formúl­ur sem hægt er að nota á fjöl­hæf­an hátt, líkt og Chanel N°1 Lip & Cheek Balm býður upp á,“ seg­ir hún.

Dýrleif notaði Gosh Copenhagen Oh My Glow Bronzing Drops á …
Dýr­leif notaði Gosh Copen­hagen Oh My Glow Bronz­ing Drops á and­lit Pöttru.

Dýr­leif notaði Gosh Copen­hagen Oh My Glow Bronz­ing Drops á and­lit Pöttru. Það gef­ur nátt­úru­leg­an ljóma sem hægt er að nota líka á lík­amann.

„Þetta er full­kom­in leið til að bæta gyllt­um ljóma sem skín í gegn­um förðun­ina á rétta staði líkt og við gerðum hér efst á kinn­bein­in á Pöttru. El­iza­beth Arden 8 Hour Skin Protect­ant er einnig ómiss­andi í förðun­ar­skápn­um. Þessi fjöl­hæfa vara er ekki aðeins frá­bær til að næra húðina, held­ur er hún einnig til­val­in til að halda vör­un­um mjúk­um, hönd­um, og jafn­vel til að leggja áherslu á aug­un líkt og við gerðum hér við innri augnkrók á Pöttru,“ seg­ir Dýr­leif.

Elizabeth Arden 8 Hour Skin Protectant.
El­iza­beth Arden 8 Hour Skin Protect­ant.

Vatns­held­ur augn­blý­ant­ur get­ur töfrað

„Augn­blý­ant­ar munu halda áfram að vera staðal­búnaður á hverju heim­ili, enda full­kom­in leið til að draga fram aug­un þín en þó hef­ur ekki verið talað nógu mikið um þá. Með Cl­ar­ins Water­proof Eye Pencil trygg­irðu að blý­ant­ur­inn hald­ist á sín­um stað hvort sem það er á augn­loki eða inni í vatns­línu. Mik­il­vægt er að nota lít­inn bursta til þess að „smudge-a“ lín­una við augn­hár­a­rót­ina og út í ör­lít­inn „spíss“. Við notuðum brúna augn­blý­ant­inn Chestnut á Pöttru og Wond­er Volume XXL-maskar­ann sem eyk­ur um­fang augn­hár­anna sam­stund­is og fram­kall­ar djúpsvört augn­hár. Við hverja notk­un verða augnár­in þykk­ari og ákafari þökk sé nær­andi inni­halds­efn­um,“ seg­ir hún.

Ertu með eitt­hvert gott förðun­ar­ráð inn í nýtt ár?

„Nýttu ára­mót­in til þess að ögra sjálfri þér og prófa nýj­ar vör­ur og aðferðir sem þú hef­ur ekki gert áður. Með þess­um vör­um get­urðu skapað hið full­komna út­lit og þær leyfa sjálfs­traust­inu þínu að skína í gegn. Skemmtu þér vel, vertu óhrædd við að prófa nýja strauma, og gleðilegt nýtt ár,“ seg­ir Dýr­leif.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda