Snyrtivörur ársins 2024

Snyrtivörur ársins 2024 eru af ýmsum toga.
Snyrtivörur ársins 2024 eru af ýmsum toga. Samsett mynd

Húðum­hirða og förðun hef­ur sjald­an leikið jafn­stórt hlut­verk í dag­legu lífi lands­manna. Það sem ein­kenndi 2024 var að all­ir og amma þeirra, eða svona næst­um því, voru komn­ir með húðrútínu. Það að sofna með farðann á sér og mála yfir her­leg­heit­in dag­inn eft­ir er al­veg dottið úr móð. Smart­land tók sam­an lista yfir bestu snyrti­vör­urn­ar þetta árið.

Förðun 

Farði árs­ins!

Er­bori­an Super BB

Förðun­ar­fræðing­ar eru sér­lega hrifn­ir af þess­um farða því hann gef­ur húðinni fal­leg­an ljóma og raka. Hann fel­ur roða og dökka bletti og all­ar ójöfn­ur í húðinni. Hann hent­ar fyr­ir húð á öll­um aldri og veit­ir gló­andi yf­ir­bragð.

Eborian Super BB.
Ebori­an Super BB.

CC krem árs­ins!

IT Cos­metics CC+ Nude Glow Lig­htweig­ht Foundati­on + Glow
Ser­um SPF40

Þetta CC-krem frá IT Cos­metics gef­ur fal­lega áferð og þekju án þess að vera of yfirþyrm­andi. Um er að ræða fyrsta CC-kremið sem er 90% húðvara sem gef­ur ljóma og jafn­ar húðlit­inn. 

IT Cosmetics CC+ Nude Glow Lightweight Foundation.
IT Cos­metics CC+ Nude Glow Lig­htweig­ht Foundati­on.

Hylj­ari árs­ins! 

Shiseido Synchro Skin Self Refres­hing Conceal­er

Þessi hylj­ari gef­ur augnsvæðinu fal­lega áferð og vinn­ur í takt við húðina. Hann end­ist í 24
klukku­tíma og sest ekki í fín­ar lín­ur sem geta mynd­ast und­ir aug­un­um með ár­un­um.

Shiseido Synchro Skin Self Refreshing Concealer.
Shiseido Synchro Skin Self Refres­hing Conceal­er.

Maskari árs­ins!

Cl­ar­ins Wond­er Volume XXL Mascara

Þær sem þrá þykk og löng augn­hár geta ekki hætt að nota þenn­an maskara. Hann þykk­ir og leng­ir augn­hár­in og klín­ist ekki út um allt. 

Clarins Wonder Volume XXL Mascara.
Cl­ar­ins Wond­er Volume XXL Mascara.

Maskara­grunn­ur árs­ins!

May­bell­ine New York Lash Sensati­onal Sky High Tin­ted Pri­mer


Ef þig dreym­ir um að vera með augn­hár sem ná upp til skýj­anna þá er þessi maskara­grunn­ur hið mesta þarfaþing. Hann kom reyk­spólandi inn á markaðinn og drottn­ing­ar augn­hár­anna tóku and­köf. Hann er svo góður að það er jafn­vel hægt að nota hann
ein­an og sér og sleppa sjálf­um maskar­an­um.

Maybelline New York Lash Sensational Sky High Tinted Primer.
May­bell­ine New York Lash Sensati­onal Sky High Tin­ted Pri­mer.

Augnskuggapall­etta árs­ins!

Chanel Enchan­ted Nig­ht

Þessi litap­all­etta er inn­blás­in af norður­ljós­un­um og því talaði hún beint inn í hjartað á ís­lensku sparigugg­unni sem reyk­spólaði af stað um leið og lín­an kom í versl­an­ir. Þessi djarfa pall­etta sem stát­ar af perlu­lit, bleik­um, app­el­sínu­gul­um og vín­rauðum töfr­ar fram blik í auga
þegar lit­irn­ir eru blandaðir á augn­lok­un­um. Best er að byrja á því að nota perlu­lit­inn á augn­lokið og setja svo þenn­an vín­rauða yfir. Það má svo setja ör­lítið af bleika litn­um í
kinn­arn­ar og svo má skyggja með þeim app­el­sínu­gula.

Chanel Enchanted Night.
Chanel Enchan­ted Nig­ht.

Púður árs­ins!


Cl­ar­ins Ever Matte Compact Powder

All­ar eðal­döm­ur vilja ekki hafa glans­andi nebba og því er mik­il­vægt að hafa gott
púður í tösk­unni.

Clarins Ever Matte Compact Powder.
Cl­ar­ins Ever Matte Compact Powder.

Ljóma­vara árs­ins!

Gosh Copen­hagen Oh My Glow Bronz­ing Drops

Leynd­ar­málið á bak við frísk­lega húð er að setja þessa glans­dropa í and­litið. Það er hægt að blanda þeim út í farða, setja á and­litið eitt og sér eða setja á kinn­bein og meðfram hár­lín­unni. Það fer allt eft­ir því hversu bronsaðar við vilj­um vera í fram­an. Það sem ger­ir þessa dropa af ljóma­vöru árs­ins er hvað hún er auðveld í notk­un og eng­inn not­andi þarf að vera með förðun­ar­fræðipróf upp á vas­ann til að geta verið gló­andi af feg­urð. 

Gosh Copenhagen Oh My Glow Bronzing Drops.
Gosh Copen­hagen Oh My Glow Bronz­ing Drops.

Sólar­púður árs­ins!

Gu­erlain Terracotta En Plein So­leil

Sólar­púðrin frá Gu­erlain eru löngu orðin heimsþekkt en þetta púður kom á markað á ár­inu en það hef­ur að geyma gulltóna sem gefa húðinni ein­stak­an ljóma. Þegar kon­ur eru komn­ar yfir fer­tugt er mik­il­vægt að bera sólar­púðrið of­ar­lega á kinn­bein­in til að reyna að ýta and­lit­inu upp – ekki niður og þá kem­ur þetta sólar­púður til bjarg­ar.

Guerlain Terracotta En Plein Soleil.
Gu­erlain Terracotta En Plein So­leil.

Varalit­ur árs­ins!

Shiseido Modern Matte Powder

Það varð ekki þver­fótað fyr­ir vör­um í mjúk­um lit­um á ár­inu og þá kom þessi varalit­ur
í litn­um Dis­robed mjög sterk­ur inn, bæði í hvers­dags­líf­inu og fé­lags­líf­inu.

Shiseido Modern Matte Powder.
Shiseido Modern Matte Powder.

Auga­brúna­vara árs­ins!

An­astasia Bever­ly Hills Natural & Pol­is­hed Deluxe Brow Kit

Auga­brún­irn­ar voru fyr­ir­ferðar­mikl­ar á ár­inu og fóru mestu skvís­ur lands­ins ekki út úr húsi nema að vera með þykk­ar og vel mótaðar brún­ir. Þetta kitt frá An­astasia Bever­ly Hills er eitt­hvað sem all­ar auga­brúnagugg­ur þurfa að eiga. Blý­ant­ar til að móta og svo gel
til að brún­irn­ar verði óhagg­andi sama hvað lífið býður upp á.

Anastasia Beverly Hills Natural & Polished Deluxe Brow Kit.
An­astasia Bever­ly Hills Natural & Pol­is­hed Deluxe Brow Kit.

Augn­blý­ant­ur árs­ins!

Cl­ar­ins Water­proof Eye Pencil

Ef það er eitt­hvað sem gerði allt vit­laust á ár­inu þá voru það vatns­held­ir augn­blý­ant­ar
og þá koma blý­ant­arn­ir frá Cl­ar­ins eins og kallaðir. Dökk­brúnn blý­ant­ur var full­kom­inn inn í vatns­línu til að fram­kalla tæl­andi augnaráð.

Clarins Waterproof Eye Pencil.
Cl­ar­ins Water­proof Eye Pencil.

Naglalakk árs­ins!

Essie Gel Cout­ure Top Coat

Það hef­ur sjald­an verið eins mik­il gervinagla­tíska og árið 2024. Þetta efni er sett yfir naglalakkið og gef­ur meiri glans og styrk­ir negl­urn­ar. Áferðin verður svo­lítið eins og fólk hafi farið í handsnyrt­ingu hjá sér­fræðing­um á því sviði.

Essie Gel Couture Top Coat.
Essie Gel Cout­ure Top Coat.

And­lits­hreins­ir árs­ins!

Er­bori­an Centella Cle­ans­ing Gel

Hér er á ferð mild and­lits­sápa sem inni­held­ur ró­andi tígris­grass­eyði frá Kór­eu. Það þarf að nudda sáp­unni vel inn í húðina og þrífa hana kvölds og morgna í tvær mín­út­ur í senn. Best er að stilla klukk­una til að gera allt rétt og skola svo vel af með vatni. Það er al­ger óþarfi
að nota bóm­ull eða þvotta­poka fyr­ir húðhreins­un með þess­ari eðalsápu.

Erborian Centella Cleansing Gel.
Er­bori­an Centella Cle­ans­ing Gel.

And­lit­skrem árs­ins!

ChitoCare Beauty Anti-Ag­ing Day Cream

Þetta krem er auðugt af nátt­úru­leg­um og mýkj­andi andoxun­ar­efn­um. Það er búið til úr kítós­an sem yng­ir húðina og mýk­ir hana upp. Þetta ís­lenska dag­krem dreg­ur úr fín­um lín­um og ger­ir húðina stinn­ari.

ChitoCare Beauty Anti-Aging Day Cream.
ChitoCare Beauty Anti-Ag­ing Day Cream.

Augn­vara árs­ins!

Bi­oef­fect EGF Power Eye Cream

Þetta augnkrem kom eins og þeyt­ispjald inn á snyrti­vörumarkaðinn á ár­inu. Það er sér­stak­lega þróað til að minnka ásýnd fínna lína, bauga, þrota og þurrks á augnsvæðinu. Þeir fjöl­mörgu sem byrjuðu að nota kremið á ár­inu urðu hrifn­ir. 

Bioeffect EGF Power Eye Cream.
Bi­oef­fect EGF Power Eye Cream.

Húðdrop­ar árs­ins!

Dr. Denn­is Gross Skincare Vitam­in C Lactic 15% Vitam­in C Firm & Bright Ser­um

Á ár­inu sner­ist allt um C-víta­mín og að næra húðina með því. Þegar kem­ur að C-víta­míni er Dr. Denn­is Gross ákveðinn kóng­ur. Þetta C-víta­mínser­um jafn­ar hrukk­ur og dreg­ur úr mislit á
húðinni. Það hent­ar flest­um húðteg­und­um og er áhrifa­ríkt ef það er notað dag­lega.

Dr. Dennis Gross Skincare Vitamin C Lactic 15% Vitamin C …
Dr. Denn­is Gross Skincare Vitam­in C Lactic 15% Vitam­in C Firm & Bright Ser­um.

And­lits­maski árs­ins!

Blue Lagoon Skincare Miner­al Mask

Þessi maski get­ur frískað upp á húðina svo um mun­ar en hann er bú­inn til úr saltríku vatni Bláa lóns­ins sem býr yfir lækn­inga­mætti. Ef þig vant­ar að fríska and­litið upp er ekk­ert sem seg­ir að þú meg­ir ekki sofa með and­lits­maskann. Þessi maski er líka mjög góður ferðafé­lagi enda fátt betra en að drekkja húðinni í raka í flug­ferðum.

Blue Lagoon Skincare Mineral Mask.
Blue Lagoon Skincare Miner­al Mask.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda