Stanley-tankar og mafíustíll þóttu móðins

Tískuárið 2024 var hressandi. Mafíuútlitið var áberandi og svo var …
Tískuárið 2024 var hressandi. Mafíuútlitið var áberandi og svo var enginn maður með mönnum nema ferðast um með Stanley-tank. Samsett mynd

Ozempic-and­lit, Stanley-tank­ar og mafíu­út­lit var áber­andi á ár­inu sem er að líða ásamt tísku­slys­um stjórn­mála­manna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk hræðilega kosn­ingu 30. nóv­em­ber. Get­ur það verið vegna of þröngra jakka for­manns­ins Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar? Og svo eru það texta­verk­in sem eru við það að detta úr móð.

Það var margt í gangi í glans­heimi tísk­unn­ar 2024. Eitt af því sem ein­kenndi árið voru þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf en lands­menn vörðu rúm­um tveim­ur millj­örðum króna í þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfið Wegovy á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins. Lang­stærst­ur hluti er ein­stak­ling­ar sem fá lyfið upp­áskrifað af lækni en mæta ekki skil­yrðum fyr­ir greiðsluþátt­töku frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar gefa til kynna að mantr­an „að hreyfa sig meira og borða minna“ virðist vera al­ger ósann­indi. Ef þessi mantra virkaði hefði fólk gert eitt­hvað annað við þessa millj­arða en að sprauta sig í mag­ann með þeim. En hvað ger­ist þegar fólk mjókk­ar svona ógur­lega mikið? Jú, lífið um­turn­ast.

Fólk breyt­ir um fata­stíl, hár­greiðslu og fer að haga sér öðru­vísi. Það fer að leyfa sér að skína í stað þess að fela sig í myrkr­inu. Það er þó annað sem ger­ist þegar fólk skrepp­ur sam­an á auga­bragði. Öll fyll­ing fer úr and­lit­inu og þá er bara eitt til ráða; að fara á fullri ferð inn í sprautu­heim­inn með því að fylla í all­ar nýju hrukk­urn­ar sem mynd­ast í and­lit­inu. Lýta­lækn­ar og húðlækn­ar hafa sjald­an haft meira að gera. Það er því óhætt að segja að „Ozempic Face“ eða Ozempic-and­lit hafi verið einn af heit­ustu tísku­straum­um árs­ins þótt eng­inn vilji nátt­úr­lega kann­ast við að hafa umbreyst á þenn­an hátt á ár­inu.

Fólk ferðaðist um í stórum stíl með risastóra vatnsbrúsa eða …
Fólk ferðaðist um í stór­um stíl með risa­stóra vatns­brúsa eða Stanley-tanka eins og þeir eru nefnd­ir hér.

Hvers vegna voru all­ir svona þyrst­ir?

Það voru þó ekki all­ir á þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfj­um því hinir span­góluðu í gegn­um árið í spand­ex-bux­um og Hoka-striga­skóm með Stanley-brúsa í hendi. Lýðheilsu­leiðtog­ar heims­ins hafa reynt að koma vit­inu fyr­ir fólk í ár­araðir með þann boðskap í fartesk­inu að fólk þyrfti að drekka átta glös af vatni á dag. Þessi mann­skap­ur talaði fyr­ir dauf­um eyr­um þar til markaðsstjór­ar Stanley náðu óvænt í gegn. Stanley-brús­ar eru meira í ætt við tanka því í þá kom­ast 1,18 lítr­ar af vökva. Stóra spurn­ing­in sem enn er ósvarað er vænt­an­lega: Hvað var fólk með í Stanley-tank­in­um?

Edie Falco fór með hlutverk Carmelu Soprano í samnefndum sjónvarpsþáttum. …
Edie Falco fór með hlut­verk Car­melu Soprano í sam­nefnd­um sjón­varpsþátt­um. Hún er hin eina sanna mafíu­eig­in­kona. Hér er hún hlaðin ver­ald­leg­um auði, með Rol­ex-úr og ríku­legt dem­anta­háls­men ásamt tenn­is­arm­bandi úr sama efnivið. Því miður geta flott­heit sem þessi ekki fram­kallað lífs­ham­ingj­una þótt pallí­ett­urn­ar og dem­ant­arn­ir skíni skært í góðum birtu­skil­yrðum.

Rán­dýrt út­lit

Nú svo var mafíu­út­litið sem var fyr­ir­ferðar­mikið á ár­inu. Er­lend­is er tísku­straum­ur­inn kallaður „Mob Wife“ og er vís­un í klæðaburð og snyrt­ingu eig­in­kvenna mafíu­for­ingja í þekkt­um sjón­varpsþátt­um eins og Sopranos. Það sem ein­kenn­ir mafíu­út­litið er loðfeld­ir, dem­ant­ar, gullúr, hlé­b­arðamunst­ur og rúskinns­stíg­vél með him­in­há­um hæl sem ná al­veg upp að hnjám. Silkiskyrt­ur og kasmírull eiga líka upp á pall­borðið og sömu­leiðis leður­káp­ur, rúskinn­skáp­ur og vandaðar dúnúlp­ur. Útvíðar bux­ur, gull­belti og allt það. Allt dýrt og vandað og vel saumað og því ekki hægt að leika þetta eft­ir með því að kaupa varn­ing á Temu. Og mafíustíll­inn á ekk­ert skylt við stíl­inn á ís­lensk­um og er­lend­um glæpa­hóp­um sem hafa kom­ist upp á kant við ís­lensk yf­ir­völd vegna refsi­verðs verknaðar, enda lít­ill klassi yfir þeim.

Hér má sjá nokkurskonar mafíupels frá franska tískuhúsinu Chanel.
Hér má sjá nokk­urs­kon­ar mafíu­p­els frá franska tísku­hús­inu Chanel. Ljós­mynd/​Chanel
Silvía Rut Sigfúsdóttir, Heiður Ósk Eggersdóttir og Manuela Ósk Harðardóttir …
Sil­vía Rut Sig­fús­dótt­ir, Heiður Ósk Eggers­dótt­ir og Manu­ela Ósk Harðardótt­ir unnu tölu­vert með mafíu­eig­in­kvenna­út­litið á ár­inu.
Katrín Oddsdóttir og María Hrund Marinósdóttir.
Katrín Odds­dótt­ir og María Hrund Marinós­dótt­ir.

Mis­heppnuð til­raun til áhrifa

Og talandi um lít­inn klassa. Það var eft­ir því tekið hvað Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins var í þröng­um jökk­um á ár­inu. Það var erfitt fyr­ir hann að seil­ast í vasa skatt­greiðenda í þess­um klæðnaði og kjörþokki minnkaði. Það er því kannski ekk­ert skrýtið að flokk­ur­inn hafi fengið af­leita kosn­ingu 30. nóv­em­ber. Og það voru fleiri tísku­slys sem höfðu áhrif á út­lit kosn­ing­anna. TikT­ok-mynd­bönd stjórn­mála­flokk­anna voru sum hver ansi mis­heppnuð. Eitt versta mynd­bandið var þegar Guðrún Haf­steins­dótt­ir fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra sagði ungviðinu á TikT­ok að hún væri hin sanna Ísdrottn­ing. Stund­um er betra heima setið en af stað farið eins og sagt er. Þótt Halla Tóm­as­dótt­ir hafi halað inn at­kvæði og neglt sig inn í for­seta­embættið með Höllu T Hou­se mix á TikT­ok þá geta ekki all­ir leikið það eft­ir. Þetta er svona eins og með texta­verk­in sem hafa verið svo of­ur­vin­sæl. Þótt setn­ing­ar verk­anna geti verið æðis­leg­ar á átt­unda vod­ka-í-kók-glas­inu í Húna­veri þá viltu kannski ekki endi­lega láta minna þig á þetta fylle­rí dags­dag­lega. Og kannski ekki hafa það á besta stað í stofu.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komst í fréttir vegna fatastíls.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins komst í frétt­ir vegna fata­stíls. Morg­un­blaðið/​Eggert
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda