Mátti Halla nota stokkabelti við 20. aldar peysuföt?

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í áramótaávarpi sínu hjá Sjónvarpinu. Samsett mynd

Sím­inn stoppaði ekki í gær og póst­hólfið fyllt­ist af spurn­ing­um frá les­end­um. Stóra spurn­ing­in var eitt­hvað á þessa leið: Má Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands vera með stokka­belti við bún­ing­inn sem hún klædd­ist? Og hvaða bún­ing­ur var þetta? 

Stutta svarið er já. Hún mátti það og hún klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um. 

20. ald­ar peysu­föt sam­an­standa af jakka sem er aðsniðinn með púfferm­um og flau­eli sem var saumað á boðunga og fram­an á erm­ar. Und­ir jakk­an­um er lagt hvítt peysu­brjóst sem er skreytt með blúndu og út­saumi. Jakk­inn er krækt­ur sam­an að fram­an og er slauf­an, slifsið, saumuð á bún­ing­inn. Á bún­ingn­um er ör­lít­il blúnda þrædd fram­an á erm­ar til skrauts. 

Halla fylgdi reglum sem gilda um þjóðbúninga þegar hún setti …
Halla fylgdi regl­um sem gilda um þjóðbún­inga þegar hún setti stokka­belti utan um sig við 20. ald­ar peysu­föt.

Pils og jakki eru oft­ast úr sama efni en svunta er yf­ir­leitt úr silki og er hún höfð yfir pils­inu. Peysu­föt­in sem Halla klædd­ist eru úr glans­andi efni og má efnið vera glans­andi þótt flest­ir kjósi mött þunn ullar­efni í dag. Þar að segja þær sem sauma sér slíka bún­inga í dag. 

Við 20. ald­ar peysu­föt­in var Halla með húfu sem er grunn og úr flau­eli. Húf­an er með með skúf­hólk. 

Halla var með silf­ur­nælu í slifs­inu og með stokka­belti um sig miðja. Það má nota stokka­belti við bún­ing­inn og þær sem eiga slíkt belti nota það gjarn­an. Það er þó ekki hægt að segja að það til­heyri beint bún­ingn­um þótt það megi nota það með. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda