Halla klæddist peysufötum Guggu langömmu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í áramótaávarpi sínu hjá Sjónvarpinu. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands var glæsi­leg þegar hún flutti ný­ársávarp sitt. Hún klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um þegar hún flutti ávarpið. Nú hef­ur Halla upp­lýst að hún hafi verið í föt­um af lang­ömmu sinni. 

„Peysu­föt­in sem ég klædd­ist í ávarp­inu og við orðuveit­ingu á ný­árs­dag hafa líka vakið at­hygli. Það er gam­an að segja frá því að þau átti langamma mín Guðbjörg (Gugga) Magnús­dótt­ir. Þjóðbún­ingasilfrið, nælu og stokka­belti með eikarmunstri, fékk ég að láni frá Þjóðdansa­fé­lag­inu og Odd­ný Kristjáns­dótt­ir, klæðskeri hjá Þjóðbún­inga­stofu, aðstoðaði mig við sam­setn­ing­una. Ég kann þeim bestu þakk­ir fyr­ir.

Gugga langamma var Stranda­kona en gift­ist Pétri langafa mín­um frá Bol­ung­ar­vík og hóf með hon­um bú­skap þar. Seinna flutt­ust þau til Ísa­fjarðar. Hún gekk afa mín­um, Sig­urði Pét­urs­syni, í móðurstað, en fyr­ir átti hún eina dótt­ur sem hét Halla og ég er skírð í höfuðið á henni skömmu eft­ir að hún lést fyr­ir ald­ur fram. Mér þykir ein­stak­lega vænt um að langamma hafi arf­leitt mig af fal­legu peysu­föt­un­um sín­um sem ég lét lag­færa og klædd­ist stolt á Bessa­stöðum við þetta hátíðlega til­efni,“ seg­ir Halla í færslu á In­sta­gram-síðu sinni. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Glódís Perla Viggósdóttir á Bessastöðum …
Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir á Bessa­stöðum á ný­árs­dag. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands hópi fólks riddarakross …
Venju sam­kvæmt á ný­árs­dag af­henti for­seti Íslands hópi fólks ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka orðu. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda