Ertu til í þessa endurkomu?

Puma Speedcat eru komnir aftur en þeir komu fyrst í …
Puma Speedcat eru komnir aftur en þeir komu fyrst í verslanir Puma árið 1999. Samsett mynd

Striga­skór eiga heima í fata­skáp næst­um allra, ekki aðeins sem þægi­leg­ur skó­búnaður held­ur sem tísku­vara einnig. Á hverju ári kepp­ast stærstu íþrótta- og tísku­merki heims við að eiga vin­sæl­ustu skóna. Síðustu miss­eri hafa Adi­das Orig­inals haft yf­ir­hönd­ina með Sam­ba-skón­um en nú hef­ur Puma tekið við.

Þýska íþrótta­merkið Puma var stofnað árið 1948 af Rud­olf Dassler og er í dag þriðja stærsta íþrótta­vörumerki heims á eft­ir Nike og Adi­das. Árið 1999 kom merkið með Speedcat-skóna í versl­an­ir og árið 2000 voru þeir orðnir ein­ir vin­sæl­ustu striga­skór í heimi. Kann­astu við þá? Hélstu að þeir kæmu aldrei aft­ur? Það er engu að treysta í tísku­heim­in­um, sem snýst hring eft­ir hring á ógn­ar­hraða.

Á síðasta ári fóru Speedcat að sjást aft­ur á stór­stjörn­um og tísku­áhrifa­völd­um um all­an heim. Það er aug­ljóst að Puma ætl­ar í stór­sókn með skóna og hafa þeir sett mikið púður í aug­lýs­inga­her­ferðir. 

Tískuáhrifavaldarnir eru hrifnir.
Tísku­áhrifa­vald­arn­ir eru hrifn­ir. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Dua Lipa situr fyrir í Puma-herferðinni í bleikum Speedcat.
Dua Lipa sit­ur fyr­ir í Puma-her­ferðinni í bleik­um Speedcat. In­sta­gram/​Dua Lipa

Mest seldu striga­skórn­ir

Speedcat feng­ust ekki hér á landi fyrst um sinn og man fólk í flug­brans­an­um ef­laust eft­ir því að hafa gert ein­hverj­um greiða með ferð í versl­an­ir Puma. Skórn­ir eru stíl­hrein­ir í út­liti með Puma-kett­in­um á tánni og rönd á hliðinni sem er í öðrum lit en skórn­ir og þá oft­ast hvít. Inn­blástur­inn að út­liti þeirra eru skórn­ir sem ökuþórar í Formúlu 1 voru í í kring­um 1980. Speedcat hafa ekki sést síðustu ár þar sem aðrar týp­ur hafa verið meira áber­andi en eru þó mest seldu striga­skór Puma allra tíma. Lög­un skónna þykir klass­ísk og góð til­breyt­ing frá grodd­ara­legu striga­skón­um sem hafa verið ríkj­andi.

Ef þú hrífst af þess­ari end­ur­komu þá get­urðu glaðst yfir því að skórn­ir fást hér á landi. Þeir eru ný­komn­ir í versl­an­ir Smash Ur­ban og því eng­in ástæða til að kaupa þá í út­lönd­um eins og áður. Það verður hins veg­ar fróðlegt að vita hvort þeir sem áttu þessa skó um alda­mót­in séu til í þá aft­ur eða hvort unga fólkið stekk­ur á vagn­inn. Ætli það seinna sé ekki lík­legra.

Skórnir fást í verslunum Smash Urban og kosta 23.995 kr.
Skórn­ir fást í versl­un­um Smash Ur­ban og kosta 23.995 kr.
Þeir fást einnig í rauðu og kosta 23.995 kr. í …
Þeir fást einnig í rauðu og kosta 23.995 kr. í Smash Ur­ban.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda