Lógóið er dottið út

Meira af Bottega Veneta-töskunni, minna af Gucci-beltinu.
Meira af Bottega Veneta-töskunni, minna af Gucci-beltinu.

Þöglu föt­in eða „quiet lux­ury“ er hug­tak sem hef­ur fest sig í sessi í tísku­heim­in­um und­an­farna mánuði. Þótt tísk­an hafi það orð á sér af og til að vera há­vær og æp­andi þá er þetta and­stæðan. Þetta er undir­alda nýs tísku­fyr­ir­bær­is sem læðist með veggj­um í stað þess að vekja að sér at­hygli. Þegar tíðarand­inn áður voru aug­lýs­ing­ar vin­sæl­ustu tísku­húsa heims á belt­is­sylgj­unni þá er þetta þver­öfugt og kær­komið.

Fyr­ir hvern er tíska? Fyr­ir þann sem henni klæðist? Tísk­an er tján­ing­ar­form en get­ur einnig táknað hvar þú stend­ur í sam­fé­lag­inu. Ef fata­valið er per­sónu­legt, sem það er í raun alltaf, af hverju eru þá marg­ir svona upp­tekn­ir af því að bera vörumerkið á bring­unni eða á brjóst­vas­an­um?

Út frá tísku­hús­inu séð er svarið aug­ljóst. Þetta er markaðssetn­ing og viðskipta­vin­ur­inn gang­andi aug­lýs­ing. En svo eru alltaf ein­hverj­ir sem vilja segja öll­um heim­in­um frá því hverju hann hef­ur efni á, eða hvað hann kýs að eyða pen­ing­um í.

Fyr­ir aðra er merki tísku­húss­ins frá­hrind­andi en sækja þó í sniðin og gæðamik­il efni. Lou­is Vuitt­on fram­leiðir líka peys­ur án merk­is­ins að fram­an og til eru óramarg­ar teg­und­ir af Gucci-belt­um án tvö­falda G-sins á sylgj­unni.

Gucci-belti sem fjölmargir fjárfestu í á árunum 2015-2018.
Gucci-belti sem fjöl­marg­ir fjár­festu í á ár­un­um 2015-2018.
Þessar peysur eru báðar frá franska hátískuhúsinu Louis Vuitton. Hvora …
Þess­ar peys­ur eru báðar frá franska há­tísku­hús­inu Lou­is Vuitt­on. Hvora mynd­ir þú velja?

Gucci og Burberry þekkt dæmi

Gucci-beltið er auðvitað ekki fyrsta og síðasta dæmið held­ur er hægt að nefna köfl­ótta Burberry-mynstrið. Það var fyrst notað sem fóður inn í regn­káp­ur breska fatafram­leiðand­ans í kring­um árið 1920. Það hef­ur síðan þá verið sjón­rænn mæli­kv­arði á sí­breyti­leg­um smekk fólks. Mynstrið varð fyrst mjög áber­andi á sjö­unda ára­tugn­um þegar fransk­ur sölumaður vildi heilla hinn breska Sir Pat­rick Reilly, þá bresk­ur sendi­herra, sem átti leið í versl­un­ina og ákvað að snúa regn­kápu öf­ugt sem glugga­út­still­ingu. Þetta vakti mikla at­hygli og varð tísku­húsið „knúið“ til að hefja fram­leiðslu á köfl­ótt­um ryk­frökk­um. 

Í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins var köfl­ótta Burberry-mynstrið í raun vin­sælt í tveim­ur stétt­um sam­fé­lags­ins á sama tíma. Breta­drottn­ing og stærstu skot­mörk slúðurmiðlanna klædd­ust mynstr­inu á sama tíma. Fljótt fór mynstrið að vera áber­andi út um allt og enda­laust til af eft­ir­lík­ing­um. Þá datt það úr tísku, ef svo má að orði kom­ast, en hef­ur skotið upp koll­in­um af og til síðustu ár.

Bómullarskyrta frá Burberry í klassíska mynstrinu þeirra.
Bóm­ull­ar­skyrta frá Burberry í klass­íska mynstr­inu þeirra.

Gæði fram yfir magn

Þöglu föt­in segja í raun ekki neitt en gæðin tala. Föt­in eru bara frek­ar venju­leg en sniðið er upp á tíu. Aðeins þeir sem hafa virki­leg­an áhuga og þekk­ingu á gæðum og klæðnaði taka eft­ir kasmír-peysu úr fjar­lægð og þegar dragt­ar­jakki er vel sniðinn. Tísku­húsið Bottega Veneta hef­ur átt eina vin­sæl­ustu tösku síðustu ára. Sér­kenni tösk­unn­ar er ekki lógóið, því task­an er aðeins merkt inn­an í, held­ur ofna leðrið sem er ít­alskt hand­verk. Aðeins þeir sem vita, vita.

Þessi tísku­bylgja fór af al­vöru af stað með þátt­un­um Successi­on. Þætt­irn­ir fjalla um valda­mikla fjöl­skyldu sem stýr­ir í sam­ein­ingu alþjóðlegu fjöl­miðlaveldi en systkin­in kepp­ast um að vera hand­haf­ar framtíðar­inn­ar og fjöl­skyldufaðir­inn ræður. Fjöl­skyld­an á mikla pen­inga og er tísk­an í þátt­un­um eft­ir því. En ekki eitt ein­asta lógó sést á föt­un­um. Shi­ob­an Roy, einn karakt­er þátt­anna, klædd­ist vel sniðnum drögt­um, gæðamikl­um ullarpeys­um og kasmír­káp­um frá merkj­um eins og Loro Pi­ana, Alt­uzarra, Bri­oni, Canali og Mai­son Margiela. Michelle Mat­land, bún­inga­hönnuður þátt­anna, hlaut til­nefn­ingu til Emmy-verðlauna fyr­ir Successi­on en hún hrinti af stað risa­bylgju í leiðinni. 

Hraði og of­fram­leiðsla er eitt stærsta vanda­málið sem fataiðnaður­inn glím­ir við í dag. Gæðameiri flík­ur end­ast leng­ur og flest­ir eiga það til að passa bet­ur upp á vönduðu föt­in en önn­ur. Þetta snýst um gæði fram yfir magn og það eru skila­boðin sem um­hverf­issinn­ar hafa reynt að koma að und­an­far­in ár.

Aðallega snýst þetta samt um að við fjár­fest­um í þeim föt­um sem okk­ur finnst flott, sem eru í okk­ar stíl og við sjá­um fram á að nota ár eft­ir ár. Vönd­um valið. If you know, you know.

Wallace-taskan frá Bottega Veneta er handgerð á Ítalíu.
Wallace-task­an frá Bottega Veneta er hand­gerð á Ítal­íu.
Kasmír- og silkipeysa frá ítalska merkinu Loro Piana.
Kasmír- og silkipeysa frá ít­alska merk­inu Loro Pi­ana.
Jakki frá Loewe úr bómull, lambaskinni og leðri.
Jakki frá Loewe úr bóm­ull, lamba­skinni og leðri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda