Þetta er það sem tekur við af hlébarðamynstrinu

Ertu til í nýtt mynstur?
Ertu til í nýtt mynstur? Samsett mynd

Það fór varla fram hjá nein­um á síðasta ári hvaða mynstur var helst í tísku. Flík­ur eða aðrir fylgi­hlut­ir í hlé­b­arðamynstri voru til í nán­ast öll­um versl­un­um og voru það bæði há­tísku­merki og ódýr­ari merki sem fram­leiddu föt úr mynstr­inu. Þetta árið tek­ur annað við en það er sebra­mynstrið.

Þau sem elska hlé­b­arðamynstrið enn þá þurfa ekki að ör­vænta. Flík­ur úr því mynstri eru í raun eins og svart­ur dragt­ar­jakki, alltaf í tísku. En þegar þörf­in er fyr­ir að end­ur­nýja og bæta ein­hverju fersku við fata­skáp­inn þá er sebra­mynstrið svarið.

Kápa frá Jacquemus.
Kápa frá Jacqu­em­us. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Auðvelt að stílisera

Sebra­mynstrið er auðvelt. Það má byrja með litlu belti, tösku eða támjó­um hæl­um en það er líka ákveðið statement að klæðast kápu í þessu mynstri. Það er auðvelt að para það við svart­ar, hvít­ar eða flík­ur úr galla­efni. Það geng­ur líka vel upp með lit­um eins og rauðum eða skær­ari lit­um eins og neon-gul­um. Stór­stjörn­ur eins og Tayl­or Swift, Ri­hanna, Kendall Jenner og Rosie Hunt­ingt­on-Whiteley eru hrifn­ar og má því bú­ast við að áhrif þeirra nái lengra á ár­inu.

Mynstrið sást líka á tískupöll­un­um hjá hönnuðum eins og Jacqu­em­us og Roberto Ca­valli. Þar voru pils, tösk­ur og káp­ur í svart­hvítu sebra­mynstri.

Það er stutt í að sebra­mynst­ur lendi í versl­un­um hér á landi þótt það sé ekki mikið til af því núna. Leyf­um út­söl­un­um að klár­ast og sjá­um svo til.

Skór frá Jacquemus fyrir vor- og sumar 2025.
Skór frá Jacqu­em­us fyr­ir vor- og sum­ar 2025. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Sebramynstraðar töskur verða víða. Þessi er úr vor- og sumarlínu …
Sebra­mynstraðar tösk­ur verða víða. Þessi er úr vor- og sum­ar­línu Jacqu­em­us fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​Jacqu­em­us
Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley klæðist pilsi frá Jacquemus.
Of­ur­fyr­ir­sæt­an Rosie Hunt­ingt­on-Whiteley klæðist pilsi frá Jacqu­em­us. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Kjóll úr rauðu og svörtu sebramynstri úr vor- og sumarlínu …
Kjóll úr rauðu og svörtu sebra­mynstri úr vor- og sum­ar­línu Roberto Ca­valli fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​Roberto Ca­valli
Sebramynstraður toppur úr Zöru, 5.995 kr.
Sebra­mynstraður topp­ur úr Zöru, 5.995 kr.
Kjóll frá Cos í sebramynstri, 28.000 kr.
Kjóll frá Cos í sebra­mynstri, 28.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda