Svona færðu gljáandi húð eins og Hailey Bieber

Hailey Bieber er mikill áhrifavaldur í snyrtivöruheiminum.
Hailey Bieber er mikill áhrifavaldur í snyrtivöruheiminum. Samsett mynd/Instagram

Á nýju ári mætti setja sér það mark­mið að hugsa vel um húðina. Of­ur­fyr­ir­sæt­an Hailey Bie­ber hef­ur lengi verið þekkt fyr­ir fal­lega húð og hef­ur haft mik­il áhrif á förðun­ar­tísk­una síðustu ár. Á tíma­bili þegar mött húð var al­geng­ust þá var hún ein af þeim sem kom gljá­andi og nátt­úru­legri húð í tísku.

Bie­ber stofnaði snyrti­vörumerkið Rhode á síðasta ári og legg­ur áherslu á vör­ur sem hjálpa húðinni að líta nátt­úru­lega út og halda rak­an­um. Þetta er út­lit sem Bie­ber hef­ur ávallt haldið í og hef­ur hún sagt í viðtöl­um víða að hún hafi leit­ast eft­ir að finna slík­ar vör­ur þrátt fyr­ir að tísk­an væri önn­ur. 

Hún hef­ur notað sam­fé­lags­miðla eins og In­sta­gram til að segja aðdá­end­um sín­um frá því hvernig hún kýs að hugsa um húðina. Til að ná fram út­lit­inu á hún það til að blanda farða við raka­mik­il and­lit­skrem. Það er líka frá­bært ráð til að nota í janú­arkuld­an­um.

Watch on TikTok

Náðu fram gljá­andi húð með vör­un­um hér fyr­ir neðan.

The Base Face Milk frá Ilia. Hún fæst í Nola.
The Base Face Milk frá Ilia. Hún fæst í Nola.
Luminous Silk farði frá Giorgio Armani.
Lum­in­ous Silk farði frá Gi­orgio Armani.
Saccharomyces Ferment 30% Milky Toner frá The Ordinary, fæst í …
Saccharomyces Fer­ment 30% Mil­ky Toner frá The Ordin­ary, fæst í Hag­kaup, Lyfju og Maí.
Glazing Milk frá Rhode.
Glaz­ing Milk frá Rhode.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda