Hvernig á að hugsa um húðina í kuldanum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir, sér­fræðing­ur í húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ing­um á Húðlækna­stöðinni á Smára­torgi, seg­ir þurra húð gríðarlega al­genga á þess­um árs­tíma á Íslandi. Þegar húðin er orðin of þurr hef­ur hún ekki und­an í að mynda olíu og viðhalda rak­an­um.

Jenna gef­ur les­end­um nokk­ur góð húðráð í kuld­an­um. 

„Við búum við frem­ur hart lofts­lag yfir þenn­an árs­tíma sem reyn­ir vel á húðina okk­ar. Við erum þá ekki ein­ung­is með kalda vind­inn sem blæs úr öll­um átt­um held­ur einnig þurrt lofts­lag. Þegar það reyn­ir svona mikið á húðina þá get­ur hún auðveld­lega orðið of þurr þar sem hún hef­ur ekki und­an í að mynda olíu og viðhalda rak­an­um. Til þess að bæta þetta rakatap upp þá þurf­um við að vera mjög dug­leg að bera á okk­ur góð rakakrem sem stuðla að nátt­úru­legri ol­íu­mynd­um húðar­inn­ar ásamt því að styrkja varn­ar­lag henn­ar,“ seg­ir Jenna.

Sól­ar­vörn mik­il­væg í úti­vist­ina

Húðrútín­an sem Jenna mæl­ir með fyr­ir þurra húð á þess­um árs­tíma er eft­ir­far­andi:

  1. Hreinsa húðina kvölds og morgna með hreinsimjólk.

  2. Aldrei gleyma C-víta­míndrop­un­um. C-víta­mín örv­ar kolla­genmynd­um húðar­inn­ar, bæt­ir áferð og bæt­ir einnig verk­un sól­ar­varna sem er mjög mik­il­vægt og nauðsyn­legt allt árið um kring.  

  3. Næsta skref er að setja gott raka­gef­andi ser­um eins og þau sem eru með B5. B5 inni­held­ur mikið af hreinni hyauronic-sýru og hent­ar mjög vel ex­em­sjúk­ling­um þar sem það inni­held­ur eng­in auka­efni. 

  4. Þá er komið að rakakrem­inu og þar sem að varn­ar­lag húðar­inn­ar (e.skin barrier) er ein­stak­lega viðkvæmt í kulda og þurru lofti þá mæli ég með kremi sem inni­held­ur mikið af cera­míðum. Cera­míð eru nátt­úru­leg­ar fitu­sýr­ur í  húðinni okk­ar og eru stór hluti af varn­ar­lagi henn­ar, í raun­inni límið sem lím­ir það sam­an.

  5. Loka­skrefið á morgn­ana er svo ávallt sól­ar­vörn og hún er ekki síður mik­il­væg yfir vetr­ar­tím­ann til að verja húðina okk­ar gegn nátt­úru­öfl­un­um. Sér­stak­lega ef þú stund­ar ein­hverja úti­vist yfir vetr­ar­tím­ann. Lítið á sól­ar­vörn­ina sem húðvörn, þ.e.a.s. vörn sem ver okk­ur gegn áreit­inu frá um­hverf­inu okk­ar all­an árs­ins hring.

En fyr­ir þá sem stunda útiíþrótt­ir á vet­urna, eins og skíði og annað. Er eitt­hvað sem þarf að hafa í huga þá?

„Það sem ég myndi ráðleggja fyr­ir þá sem stunda útiíþrótt­ir á vet­urna er ein­mitt húðrútín­an sem ég nefndi hér og kannski leggja enn meiri áherslu á að nota vel og mikið af sól­ar­vörn. Einnig mæli ég með að nota ró­andi rakamaska þegar inn er komið eft­ir úti­vist­ina, hreinsa húðina með mildri hreinsimjólk þegar inn er komið og bera svo á sig góðan maska.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda