Eames-húsið stendur enn þrátt fyrir eldana

Eames-húsið er eitt frægasta kennileiti í arkitektúr í borginni.
Eames-húsið er eitt frægasta kennileiti í arkitektúr í borginni. Samsett mynd/Peter Thomas/Unsplash

Heilu hverfin, heimili fólks, fyrirtæki og sögufrægar stofnanir hafa orðið gróðureldunum sem geisað hafa undanfarið í Los Angeles að bráð. Umfang tjónsins er ekki orðið augljóst núna en verður skýrara eftir því sem dagarnir líða.

Eames-húsið er eitt frægasta kennileiti í arkitektúr í Los Angeles og þótti tæpt standa fyrir nokkrum dögum hvort að húsið myndi standa eftir. Húsið er staðsett í Palisades-hverfinu en sá eldur hefur verið sá stærsti og hefur brennt meira en 23.000 hektara. Húsið þykir vera mikill gimsteinn og stór hluti af menningarsögu borgarinnar. 

Framtíð hússins var óljós um tíma og fór starfsfólk í að fjarlægja einhver húsgögn og muni úr húsinu áður en þurfti að rýma svæðið. 

Húsið er umvafið náttúru og var hannað með þarfir íbúanna …
Húsið er umvafið náttúru og var hannað með þarfir íbúanna í huga. Peter Thomas/Unsplash

Staðsett í Palisades-hverfinu

Eames-húsið er þekkt kennileiti og er staðsett í Palisades-hverfinu í Los Angeles. Það var hannað og byggt árið 1949 af hjónunum Charles og Ray Eames. Eames-hjónin störfuðu á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar á tímum módernismans.

Hönnun hjónanna er tímalaus og er hönnun þeirra klassísk enn þann dag í dag. Húsið var heimili þeirra og vinnustofa. Hjónin bjuggu í húsinu til dauðadags. Charles lést þann 21. ágúst árið 1979 og Ray lést á sama degi tíu árum síðar. 

Það þótti standa tæpt á tímabili hvort að húsið yrði …
Það þótti standa tæpt á tímabili hvort að húsið yrði eldinum að bráð. Peter Thomas/Unsplash
Hönnun Eames-hjónanna er tímalaus og er vinsæl enn þann dag …
Hönnun Eames-hjónanna er tímalaus og er vinsæl enn þann dag í dag. Peter Thomas/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda