Loka Spjöru og selja lagerinn

Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru stofnendur Spjöru.
Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru stofnendur Spjöru.

Eig­end­ur Spjöru hafa tekið ákvörðun um að loka fata­leig­unni og selja lag­er­inn. Þetta kom fram á In­sta­gram-síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Stofn­end­ur Spjöru eru fé­lags­sál­fræðing­arn­ir Krist­ín Edda Óskars­dótt­ir og Sig­ríður Guðjóns­dótt­ir.

„Við höf­um ákveðið að fella segl­in hjá Spjöru og loka leig­unni. Við höf­um mjög skýra sýn um framtíðina í tísku, höf­um lagt allt í að gera þá sýn að veru­leika og koma fata­leig­unni á kortið hjá Íslend­ing­um,“ segja þær.

Erfitt ný­sköp­un­ar­um­hverfi

„Það eru ýms­ar ástæður fyr­ir því að við ætl­um að loka þess­um kafla. En það þarf eng­um blöðum um það að fletta að um­hverfið fyr­ir ný­sköp­un í tísku­brans­an­um er galið erfitt. Þó að við höf­um hallað þess­ari hurð Spjöru þá höf­um við ekki al­veg sagt okk­ar síðasta.“

Þær eru ótrú­lega stolt­ar af verk­efn­inu og þeim ár­angri sem hef­ur náðst á stutt­um tíma. „Við höf­um gefið út fatalínu með framúrsk­ar­andi fata­hönnuðum og tekið þris­var sinn­um þátt í Hönn­un­ar­mars. Við erum stolt­ar af leiðinni sem við fór­um, að hverfa aldrei frá gild­um og kjarna og þar með tek­ist að hafa áhrif á ásýnd hringrás­ar­tísku.

Þegar við lít­um til baka yfir síðustu ár þá er það sem stend­ur upp úr óneit­an­lega all­ir leigj­end­urn­ir okk­ar og vináttu­tengsl­in sem hafa skap­ast. Kjól­arn­ir okk­ar eiga marg­ir hverj­ir svo skemmti­leg­ar sög­ur og við höf­um fengið að taka þátt í stór­um lífsviðburðum hjá svo mörg­um af okk­ar leigj­end­um. Við erum óend­an­lega þakk­lát­ar fyr­ir viðtök­urn­ar og öll­um þeim sem tóku þátt í að móta Spjöru og öll­um þeim æv­in­týr­um sem fylgdu.“

Föt frá þekkt­um hönnuðum

Hug­mynd­in varð til árið 2020 í Spjaraþoni Um­hverf­is­stofn­un­ar sem gekk út á að finna lausn­ir við tex­tíl­sóun. Fata­leig­an Spjara bar sig­ur úr být­um og ákváðu þær að láta reyna á að gera hug­mynd­ina að veru­leika. Mark­miðið var að gera fólki kleift að neyta og njóta tísku með um­hverf­i­s­vænni hætti og án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar. Fata­leig­an bauð upp á fatnað meðal ann­ars frá Stine Goya, Rode­bjer, Ganni, Prada og Isa­bel Mar­ant. 

Árið 2021 fór leigu­vef­ur Spjöru í loftið og voru viðtök­urn­ar fram­ar von­um. Í ág­úst 2023 opnuðu þau rými á Hall­gerðargötu í Reykja­vík.

Á morg­un, 18. janú­ar, verður lag­er­inn seld­ur í versl­un Spjöru á Hall­gerðargötu 19-23 á milli 12-17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda