Loka Spjöru og selja lagerinn

Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru stofnendur Spjöru.
Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru stofnendur Spjöru.

Eig­end­ur Spjöru hafa tekið ákvörðun um að loka fata­leig­unni og selja lag­er­inn. Þetta kom fram á In­sta­gram-síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Stofn­end­ur Spjöru eru fé­lags­sál­fræðing­arn­ir Krist­ín Edda Óskars­dótt­ir og Sig­ríður Guðjóns­dótt­ir.

„Við höf­um ákveðið að fella segl­in hjá Spjöru og loka leig­unni. Við höf­um mjög skýra sýn um framtíðina í tísku, höf­um lagt allt í að gera þá sýn að veru­leika og koma fata­leig­unni á kortið hjá Íslend­ing­um,“ segja þær.

Erfitt ný­sköp­un­ar­um­hverfi

„Það eru ýms­ar ástæður fyr­ir því að við ætl­um að loka þess­um kafla. En það þarf eng­um blöðum um það að fletta að um­hverfið fyr­ir ný­sköp­un í tísku­brans­an­um er galið erfitt. Þó að við höf­um hallað þess­ari hurð Spjöru þá höf­um við ekki al­veg sagt okk­ar síðasta.“

Þær eru ótrú­lega stolt­ar af verk­efn­inu og þeim ár­angri sem hef­ur náðst á stutt­um tíma. „Við höf­um gefið út fatalínu með framúrsk­ar­andi fata­hönnuðum og tekið þris­var sinn­um þátt í Hönn­un­ar­mars. Við erum stolt­ar af leiðinni sem við fór­um, að hverfa aldrei frá gild­um og kjarna og þar með tek­ist að hafa áhrif á ásýnd hringrás­ar­tísku.

Þegar við lít­um til baka yfir síðustu ár þá er það sem stend­ur upp úr óneit­an­lega all­ir leigj­end­urn­ir okk­ar og vináttu­tengsl­in sem hafa skap­ast. Kjól­arn­ir okk­ar eiga marg­ir hverj­ir svo skemmti­leg­ar sög­ur og við höf­um fengið að taka þátt í stór­um lífsviðburðum hjá svo mörg­um af okk­ar leigj­end­um. Við erum óend­an­lega þakk­lát­ar fyr­ir viðtök­urn­ar og öll­um þeim sem tóku þátt í að móta Spjöru og öll­um þeim æv­in­týr­um sem fylgdu.“

Föt frá þekkt­um hönnuðum

Hug­mynd­in varð til árið 2020 í Spjaraþoni Um­hverf­is­stofn­un­ar sem gekk út á að finna lausn­ir við tex­tíl­sóun. Fata­leig­an Spjara bar sig­ur úr být­um og ákváðu þær að láta reyna á að gera hug­mynd­ina að veru­leika. Mark­miðið var að gera fólki kleift að neyta og njóta tísku með um­hverf­i­s­vænni hætti og án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar. Fata­leig­an bauð upp á fatnað meðal ann­ars frá Stine Goya, Rode­bjer, Ganni, Prada og Isa­bel Mar­ant. 

Árið 2021 fór leigu­vef­ur Spjöru í loftið og voru viðtök­urn­ar fram­ar von­um. Í ág­úst 2023 opnuðu þau rými á Hall­gerðargötu í Reykja­vík.

Á morg­un, 18. janú­ar, verður lag­er­inn seld­ur í versl­un Spjöru á Hall­gerðargötu 19-23 á milli 12-17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda