Strigaskór Páls Winkel komnir í bann

Búið er að setja Borgartúnsbann á íþróttaskó eiginmanns míns, Páls …
Búið er að setja Borgartúnsbann á íþróttaskó eiginmanns míns, Páls Winkel. Samsett mynd

Maður­inn minn kom heim einn dag­inn í vinn­unni og sagðist hafa gert al­var­lega mis­tök. Svo al­var­leg að hann hefði þurft að af­saka út­gang­inn á sér. „Í hverju varstu eig­in­lega,“ spurði ég því maður­inn hef­ur lít­inn áhuga á fata­sam­setn­ing­um og hef­ur þar af leiðandi lítið sett sig inn í hvað pass­ar við hvað. Þetta er þekkt í sam­fé­lög­um manna. Það fæðast ekki all­ir með el­eg­ans­inn upp á tíu en það er þó hægt að læra að setja sam­an flík­ur ef fólk er náms­fúst. 

Maður­inn minn hef­ur aðallega þróað með sér hæfi­leika á fata­sviðinu með því að kaupa sér hrylli­lega stutterma­boli á net­inu. Þetta eru aðallega bóm­ull­ar­bol­ir sem eru merkt­ir hljóm­sveit­um sem hann held­ur upp á. Þetta eru ekki hljóm­sveit­ir sem ég held upp á. Lítið fer fyr­ir fag­ur­fræði þegar kem­ur að hönn­un þess­ara ger­sema. Nú svo er hann líka hrif­inn af íþróttateygj­um sem eru saumaður úr sveittu glans­efni. 

Í bráðum ára­tug hef ég reynt að bæta fata­stíl þessa góða manns með tilþrif­um. Reynt að beina hon­um inn á rétt­ar braut­ir. Farið með hon­um í all­ar Kringl­ur heims­ins og bara reynt að sýna ástúð í verki. Árang­ur hef­ur ekki verið í sam­ræmi við vinnu. Þetta er svo­lítið eins og að vinna alltaf 40 yf­ir­vinnu­tíma á viku án þess að fá auka­lega greitt fyr­ir. Eða mæta í rækt­ina á hverj­um morgni klukk­an sex án þess að fá auk­inn vöðvamassa. Það gef­ur auga leið að kon­ur geta misst móðinn og farið að snúa sér að öðru. 

En það er ein­mitt í upp­gjöf­inni sem töfr­arn­ir birt­ast. Mikið er talað um það í dag að fólk eigi að sleppa tök­un­um. Fólk á að sleppa tök­un­um á sam­ferðafólki sínu, börn­um, stjúp­börn­um, barna­börn­um, for­eldr­um, ömm­um og öfum og láta alla og allt sigla sinn veg. Í stað þess að skipta sér af öllu er mælt með virkri hunds­un. Virk hunds­un virk­ar eins og að nota alltaf bara þumal sem vís­ar upp á messenger. Og bara nota þumal sem vís­ar upp - ekk­ert meira.

Í hverju var maður­inn minn? 

Í ljós kom að hann hafði farið í Hoka-striga­skón­um sín­um í vinn­una, lummu­leg­um sokk­um og í óstraujaðri skyrtu. Venju­lega vek­ur hann mig á morg­ana með spurn­ing­unni: „Get ég verið svona í dag“. Ég gef mitt álit ef ég er spurð, en ég ráðskast ekki með fata­sam­setn­ing­ar að óþörfu. 

Hoka-skór í Borg­ar­túns­banni

Hoka-striga­skó njóta mik­illa vin­sælda um þess­ar mund­ir. Þeir þykja þægi­leg­ir og eru ör­ugg­lega fín­ir í íþrótta­söl­um og úti í göngu­túr­um. Hoka-striga­skór eiga jafn­lítið heima á skrif­stof­um eins og ökkla­skór við hnésíða kjóla og 40 den sokka­bux­ur á tröpp­um Bessastaða. 

Og af því maður­inn minn ræddi þetta við mig og spurði mig álits sagði ég hon­um að Hoka-striga­skórn­ir væru komn­ir í form­legt Borg­ar­túns­bann. „Í hverju á ég þá að vera,“ spurði hann.

Nú í öll­um hinum skón­um sem eru ónotaðir inni í skáp og sér­vald­ir af eig­in­konu árs­ins þegar hún var beðin um að koma með og græja hlut­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda