Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni sínum í hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara á dögunum. Hátíðarkvöldverðurinn fór fram í Hörpu og voru gestir mættir í sínu fínasta pússi. Kjóllinn sem Halla klæddist vakti mikla athygli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún klæðist kjólnum.
Glöggir taka eftir því að þetta er sami kjóll og Halla klæddist í galakvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll á síðasta ári. Kjóllinn er frá breska fatahönnuðinum Jenny Packham, er gylltur og alsettur kristöllum og pallíettum.
Smartland greindi frá því að kjóllinn kostar 642 þúsund krónur ef hann er pantaður á netinu. Höllu þykir augljóslega vænt um kjólinn sem er mjög klassískur og fer henni vel. Það er engin ástæða til að klæðast svona flík aðeins einu sinni og munum við eflaust sjá Höllu klæðast honum aftur í framtíðinni.