Málaðu þig eins og Hollywood-stjarna fyrir þorrablótið

Ertu meira fyrir bleika eða brúna liti?
Ertu meira fyrir bleika eða brúna liti? Samsett mynd

Nátt­úru­leg­ir lit­ir, mikið glimmer, þykk­ur augn­blý­ant­ur eða ljós­bleik­ur augnskuggi? Þegar stórt er spurt. Þorra­blót­in eru fram und­an og í mörg horn að líta. Þegar föt­in eru kom­in er kjörið að fara að huga að förðun­inni.

Nátt­úru­leg förðun er al­geng­ust og henni má ná fram með annaðhvort brún­um eða bleik­um litatón­um eins og hér fyr­ir neðan.

Brúnt og nátt­úru­legt út­lit

Zendaya er með hið full­komna „sól­kyssta“ út­lit. Brún­ir augnskugg­ar, sólar­púður og varalit­ur í svipuðum litatón er alltaf klass­ískt og pass­ar við mis­mun­andi liti af föt­um. Þetta er út­lit sem flest­ar ættu að geta leikið eft­ir. Ef þú ert að leit­ast eft­ir að gera aug­un drama­tísk­ari þá má setja aðeins dekkri augnskugga. Passaðu að hafa auga­brún­irn­ar nátt­úru­leg­ar.

Brúnir litir klæða leikkonuna vel.
Brún­ir lit­ir klæða leik­kon­una vel. Ljós­mynd/​Afp
Augnskuggapalletta frá Gosh, kostar 2.999 kr.
Augnskuggapall­etta frá Gosh, kost­ar 2.999 kr.
Bye Bye Pores sólarpúður frá It Cosmetics, kostar 6.399 kr.
Bye Bye Por­es sólar­púður frá It Cos­metics, kost­ar 6.399 kr.
Lancomé Hypnose maskari,
Lancomé Hypnose maskari,
Shiseido Vital Perfection Advanced Cream, 22.499 kr.
Shiseido Vital Per­fecti­on Advanced Cream, 22.499 kr.

Ljós­bleikt

Leik­kon­an Anya Tayl­or-Joy var förðuð á nátt­úru­leg­an hátt með ljós­bleik­um kinna­lit og augnskugga á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni. Mik­il áhersla var lögð á fal­lega húðina henn­ar og var­irn­ar henn­ar voru hafðar í nátt­úru­leg­um bleik­um lit. 

Anya Taylor-Joy með fölbleika og fallega förðun.
Anya Tayl­or-Joy með föl­bleika og fal­lega förðun. Ljós­mynd/​Afp
Powder Kiss augnskuggi frá MAC í litnum Felt Cute, 4.990 …
Powder Kiss augnskuggi frá MAC í litn­um Felt Cute, 4.990 kr.
Rouge Pur Couture The Bold Lipstick frá Yves Saint Laurent …
Rou­ge Pur Cout­ure The Bold Lip­stick frá Yves Saint Laurent í litn­um 17, 7.499 kr.
Giorgio Armani Luminous Silk farði.
Gi­orgio Armani Lum­in­ous Silk farði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda