Íslendingar munu elska aðaljakkann í vor

Praktíski útivistarjakkinn er nú í tískuútgáfu.
Praktíski útivistarjakkinn er nú í tískuútgáfu. Samsett mynd

Það er ein flík sem hef­ur verið áber­andi í íþrótta- og úti­vist­ar­versl­un­um und­an­far­in ár en hef­ur nú komið sér fyr­ir á tískupöll­um helstu tísku­húsa heims. Það er úti­vist­ar­jakk­inn góði; praktíska flík­in sem and­ar vel og nýt­ist við ýmis tæki­færi og í ýms­um veðrum.

En það þýðir ekki að það eigi ein­ung­is að nota jakk­ann við önn­ur íþrótta­föt. Al­deil­is ekki því hann hef­ur verið stíliseraður við sum­ar­lega kjóla, galla­bux­ur og pils.

Skær­ir lit­ir

Tísku­hús eins og Prada, Zimmer­mann og Brandon Maxwell voru með flott­ar út­gáf­ur. Jakk­inn frá Prada náði niður fyr­ir rass og kom í lit­um eins og skærgul­um og app­el­sínu­gul­um. Jakk­inn frá Zimmer­mann var einnig síður og var eins og ljós anorakk­ur. Brátt mun jakk­inn svo spretta upp hjá ódýr­ari merkj­um eins og Zöru og H&M.

Loks­ins tíska sem hent­ar hér á landi!

Zimmermann vor/sumar 25.
Zimmer­mann vor/​sum­ar 25. Ljós­mynd/​Zimmer­mann
Prada vor/sumar 25.
Prada vor/​sum­ar 25. Ljós­mynd/​Prada
Prada vor/sumar 25.
Prada vor/​sum­ar 25. Ljós­mynd/​Prada
Brandon Maxwell vor/sumar 25.
Brandon Maxwell vor/​sum­ar 25. Ljós­mynd/​Brandon Maxwell
Tory Burch vor/sumar 24.
Tory Burch vor/​sum­ar 24. Ljós­mynd/​Tory Burch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda