Þetta eru fötin sem þú þarft í vinnuna

Silkiskyrta, dragt og klassískir hælaskór verða að vera til í …
Silkiskyrta, dragt og klassískir hælaskór verða að vera til í fataskápnum. Samsett mynd

Í hverju á ég að vera? Þetta er spurn­ing sem marg­ar spyrja sig að á hverj­um morgni í kring­um sjö þrjá­tíu leytið. En tím­inn er naum­ur og oft eru lít­il börn sem þarf að klæða, gefa að borða og koma í skóla á skikk­an­leg­um tíma. Eða það að snooze-takk­inn var of­notaður. Þá er betra að hafa svarið við þess­ari spurn­ingu á reiðum hönd­um.

Fæst­ar eru það skipu­lagðar að geta ákveðið þetta kvöldið áður þó að það sé auðvitað alltaf planið. En morg­un­inn eft­ir er búið að skipta um skoðun, það er kald­ara en gert var ráð fyr­ir, það er blett­ur í skyrt­unni og hringa­vit­leys­an haf­in.

Svo er mis­jafnt hvort það séu regl­ur um klæðaburð á vinnustaðnum. Ef galla­bux­ur eru litn­ar horn­auga þá er ráð að fjár­festa í gæðamik­illi og vel sniðinni dragt. Ef þú finn­ur hina full­komnu þá er ekk­ert að því að eiga hana í tveim­ur mis­mun­andi lit­um.

Það ein­fald­ar mörg­um að eiga ein­hvers kon­ar „ein­kenn­is­bún­ing“ í vinn­una. Þá geng­ur morg­un­inn hugs­un­ar­laust fyr­ir sig en fólk sem er með virk­ara hægra heila­hvel geta átt erfiðara með það. Það er oft talið list­rænna, tjá sig með fatnaði eft­ir skapi og eiga það til að skipta tólf sinn­um um föt áður en loka­út­kom­an er ákveðin.

Svo eru það skórn­ir. Það get­ur verið vanda­samt að finna skó sem passa við flest­ar bux­ur og pils. Ökkla­stíg­vél eru lang­al­geng­asti skó­kost­ur­inn hér á landi, veðurs­ins vegna, það er hins veg­ar oft þannig að flott ökkla­stíg­vél ná ekki nógu langt upp ökkl­ann en þannig eru þau mun klæðilegri. Það má líka bregða á það ráð að skipta úr vetr­ar­boms­un­um þegar í vinn­una er komið.

Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar hug­mynd­ir af föt­um fyr­ir vinn­una.

Þunn prjónapeysa frá Nue Notes, fæst hjá FOU22 og kostar …
Þunn prjónapeysa frá Nue Notes, fæst hjá FOU22 og kost­ar 26.900 kr.
Leðurpils frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kostar 44.900 …
Leðurpils frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kost­ar 44.900 kr.
Dragt frá Filippu K sem fæst í Evu. Jakkinn kostar …
Dragt frá Fil­ippu K sem fæst í Evu. Jakk­inn kost­ar 79.995 kr. og bux­urn­ar 39.995 kr.
Otta hælaskór frá Kalda, 58.800 kr.
Otta hæla­skór frá Kalda, 58.800 kr.
Ljósbleik skyrta úr Zöru sem kostar 5.995 kr.
Ljós­bleik skyrta úr Zöru sem kost­ar 5.995 kr.
Ljósbleikar buxur úr Zöru sem kosta 6.995 kr.
Ljós­bleik­ar bux­ur úr Zöru sem kosta 6.995 kr.

Quinn Blazer frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar …
Quinn Blazer frá An­ine Bing, fæst í Mat­hildu og kost­ar 99.990 kr.
Klútur frá Beck Söndergaard, fæst í Andrá og kostar 6.900 …
Klút­ur frá Beck Sönd­erga­ard, fæst í Andrá og kost­ar 6.900 kr.
Rauð, stutt peysa frá Zöru sem kostar 9.995 kr.
Rauð, stutt peysa frá Zöru sem kost­ar 9.995 kr.
Skyrta í snákaskinnsmynstri frá Ganni, fæst hjá GK Reykjavík og …
Skyrta í sná­ka­skinns­mynstri frá Ganni, fæst hjá GK Reykja­vík og kost­ar 42.995 kr.
Stutterma-blazer sem er fín tilbreyting frá hinum klassíska. Hann er …
Stutterma-blazer sem er fín til­breyt­ing frá hinum klass­íska. Hann er frá Noella, fæst hjá FOU22 og kost­ar 17.900 kr.
Fínni útgáfa af buxunum sem nánast allar íslenskar konur eiga, …
Fínni út­gáfa af bux­un­um sem nán­ast all­ar ís­lensk­ar kon­ur eiga, Hoys frá Sam­soe Sam­soe. Þess­ar fást í Galleri Sautján og kosta 19.995 kr.
Silkiskyrta frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Silkiskyrta frá Gest­uz, fæst í Andrá og kost­ar 36.900 kr.
Mynstruð blússa frá Munthe, fæst í Kultur og kostar 36.995 …
Mynstruð blússa frá Munt­he, fæst í Kult­ur og kost­ar 36.995 kr.
Vel sniðnar og stílhreinar gallabuxur frá Polo Ralph Lauren, fást …
Vel sniðnar og stíl­hrein­ar galla­bux­ur frá Polo Ralph Lauren, fást í Mat­hildu og kosta 38.990 kr.
Gallabuxur frá Vila, kosta 11.990 kr.
Galla­bux­ur frá Vila, kosta 11.990 kr.
Stígvél frá Miista, fást í Yeoman Boutique og kosta 51.900 …
Stíg­vél frá Miista, fást í Yeom­an Bout­ique og kosta 51.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda