Þetta eru fötin sem þú þarft í vinnuna

Silkiskyrta, dragt og klassískir hælaskór verða að vera til í …
Silkiskyrta, dragt og klassískir hælaskór verða að vera til í fataskápnum. Samsett mynd

Í hverju á ég að vera? Þetta er spurning sem margar spyrja sig að á hverjum morgni í kringum sjö þrjátíu leytið. En tíminn er naumur og oft eru lítil börn sem þarf að klæða, gefa að borða og koma í skóla á skikkanlegum tíma. Eða það að snooze-takkinn var ofnotaður. Þá er betra að hafa svarið við þessari spurningu á reiðum höndum.

Fæstar eru það skipulagðar að geta ákveðið þetta kvöldið áður þó að það sé auðvitað alltaf planið. En morguninn eftir er búið að skipta um skoðun, það er kaldara en gert var ráð fyrir, það er blettur í skyrtunni og hringavitleysan hafin.

Svo er misjafnt hvort það séu reglur um klæðaburð á vinnustaðnum. Ef gallabuxur eru litnar hornauga þá er ráð að fjárfesta í gæðamikilli og vel sniðinni dragt. Ef þú finnur hina fullkomnu þá er ekkert að því að eiga hana í tveimur mismunandi litum.

Það einfaldar mörgum að eiga einhvers konar „einkennisbúning“ í vinnuna. Þá gengur morguninn hugsunarlaust fyrir sig en fólk sem er með virkara hægra heilahvel geta átt erfiðara með það. Það er oft talið listrænna, tjá sig með fatnaði eftir skapi og eiga það til að skipta tólf sinnum um föt áður en lokaútkoman er ákveðin.

Svo eru það skórnir. Það getur verið vandasamt að finna skó sem passa við flestar buxur og pils. Ökklastígvél eru langalgengasti skókosturinn hér á landi, veðursins vegna, það er hins vegar oft þannig að flott ökklastígvél ná ekki nógu langt upp ökklann en þannig eru þau mun klæðilegri. Það má líka bregða á það ráð að skipta úr vetrarbomsunum þegar í vinnuna er komið.

Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir af fötum fyrir vinnuna.

Þunn prjónapeysa frá Nue Notes, fæst hjá FOU22 og kostar …
Þunn prjónapeysa frá Nue Notes, fæst hjá FOU22 og kostar 26.900 kr.
Leðurpils frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kostar 44.900 …
Leðurpils frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kostar 44.900 kr.
Dragt frá Filippu K sem fæst í Evu. Jakkinn kostar …
Dragt frá Filippu K sem fæst í Evu. Jakkinn kostar 79.995 kr. og buxurnar 39.995 kr.
Otta hælaskór frá Kalda, 58.800 kr.
Otta hælaskór frá Kalda, 58.800 kr.
Ljósbleik skyrta úr Zöru sem kostar 5.995 kr.
Ljósbleik skyrta úr Zöru sem kostar 5.995 kr.
Ljósbleikar buxur úr Zöru sem kosta 6.995 kr.
Ljósbleikar buxur úr Zöru sem kosta 6.995 kr.

Quinn Blazer frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar …
Quinn Blazer frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar 99.990 kr.
Klútur frá Beck Söndergaard, fæst í Andrá og kostar 6.900 …
Klútur frá Beck Söndergaard, fæst í Andrá og kostar 6.900 kr.
Rauð, stutt peysa frá Zöru sem kostar 9.995 kr.
Rauð, stutt peysa frá Zöru sem kostar 9.995 kr.
Skyrta í snákaskinnsmynstri frá Ganni, fæst hjá GK Reykjavík og …
Skyrta í snákaskinnsmynstri frá Ganni, fæst hjá GK Reykjavík og kostar 42.995 kr.
Stutterma-blazer sem er fín tilbreyting frá hinum klassíska. Hann er …
Stutterma-blazer sem er fín tilbreyting frá hinum klassíska. Hann er frá Noella, fæst hjá FOU22 og kostar 17.900 kr.
Fínni útgáfa af buxunum sem nánast allar íslenskar konur eiga, …
Fínni útgáfa af buxunum sem nánast allar íslenskar konur eiga, Hoys frá Samsoe Samsoe. Þessar fást í Galleri Sautján og kosta 19.995 kr.
Silkiskyrta frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Silkiskyrta frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Mynstruð blússa frá Munthe, fæst í Kultur og kostar 36.995 …
Mynstruð blússa frá Munthe, fæst í Kultur og kostar 36.995 kr.
Vel sniðnar og stílhreinar gallabuxur frá Polo Ralph Lauren, fást …
Vel sniðnar og stílhreinar gallabuxur frá Polo Ralph Lauren, fást í Mathildu og kosta 38.990 kr.
Gallabuxur frá Vila, kosta 11.990 kr.
Gallabuxur frá Vila, kosta 11.990 kr.
Stígvél frá Miista, fást í Yeoman Boutique og kosta 51.900 …
Stígvél frá Miista, fást í Yeoman Boutique og kosta 51.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda