Laufey og Pamela Anderson á sýningu Chanel

Laufey Lín Jónsdóttir og Pamela Anderson í París í morgun.
Laufey Lín Jónsdóttir og Pamela Anderson í París í morgun. Samsett mynd

Há­tísku­lína franska tísku­húss­ins Chanel var sýnd í Par­ís í morg­un og sem fyrr var viðburður­inn stjörn­um prýdd­ur. Stór­stjörn­urn­ar Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir og Pamela And­er­son voru staðsett­ar á fremsta bekk. Við hlið Lauf­eyj­ar var tví­bura­syst­ir henn­ar, Jún­ía.

Íslenska tón­list­ar­undrið var klædd í hvít­an jakka frá tísku­hús­inu og hnésíðar stutt­bux­ur með klauf í stíl. Hún var í hvít­um skóm með þykk­um botni og svartri tá í anda Chanel og með litla gyllta Chanel-tösku. Á mynd­um fyr­ir utan sýn­ing­una virðist hún vera að vinka til aðdá­enda. Viðburður­inn er einn sá stærsti á há­tísku­vik­unni í Par­ís.

Laufey mætir á hátískusýningu Chanel.
Lauf­ey mæt­ir á há­tísku­sýn­ingu Chanel. Ljós­mynd/​AFP
Tvíburasysturnar Júnía og Laufey.
Tví­bura­syst­urn­ar Jún­ía og Lauf­ey. Ljós­mynd/​AFP
Laufey vinkar til aðdáenda.
Lauf­ey vink­ar til aðdá­enda. Sebastien DUPUY/​AFP

Stór­stjörn­ur mættu

Þá var mikið um leik­ara, söngv­ara og fyr­ir­sæt­ur á sýn­ing­unni. Kylie Jenner, Dua Lipa, Lily-Rose Depp og Mari­on Cotill­ard mættu og veifuðu aðdá­end­um. Há­tísku­lín­urn­ar frá Chanel eru sýnd­ar tvisvar á ári, í janú­ar og í júlí, og er eitt helsta stolt tísku­húss­ins. 

Vanessa Paradis.
Vanessa Para­dis. Ju­lie SEBA­DELHA / AFP
Franska fyrirsætan og leikkonan Ines de la Fressange.
Franska fyr­ir­sæt­an og leik­kon­an Ines de la Fressange. Ju­lie SEBA­DELHA / AFP
Pamela Anderson.
Pamela And­er­son. Ju­lie SEBA­DELHA/​AFP
Lily-Rose Depp.
Lily-Rose Depp. Ju­lie SEBA­DELHA / AFP
Dua Lipa.
Dua Lipa. Ju­lie SEBA­DELHA/​AFP
Marion Cotillard.
Mari­on Cotill­ard. Ju­lie SEBA­DELHA/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda