Kardashian-álögunum aflétt í París

Kylie Jenner er ein heppin Kardashian-systir.
Kylie Jenner er ein heppin Kardashian-systir. Thibaud MORITZ / AFP

Kar­dashi­an- og Jenner­syst­urn­ar hafa lengi þótt ein­ir stærstu áhrifa­vald­ar í tísku­heim­in­um. Þær hafa þó sjald­an verið viðstadd­ar tísku­sýn­ing­ar há­tísku­húss­ins Chanel, þar til nú, en Kylie Jenner sat á fyrsta bekk við há­tísku­sýn­ingu merk­is­ins í morg­un. Sýn­ing­ar Chanel er einn stærsti viðburður­inn á tísku­vik­unni. 

Kylie mætti í stutt­um hvít­um Chanel tweed-jakka og í stuttu pilsi í stíl. Skórn­ir henn­ar voru með lág­um hæl úr svörtu lakki. Tísku­húsið er hvað þekkt­ast fyr­ir tweed-efnið sem er ull ofin sam­an við önn­ur hágæðaefni eins og silki, alpaka-ull eða kasmír-ull. Þetta gef­ur efn­inu ein­staka áferð. 

Þó að Kar­dashi­an-fjöl­skyld­an geti ef­laust komið sér á fremsta bekk allra tísku­sýn­inga heims hef­ur hún verið fjarri góðu gamni á Chanel. Árið 2016 var Kris Jenner, móðirin, mætt á fremsta bekk í boði Karl Lag­er­feld sem var list­rænn stjórn­andi í fjölda ára. Hann lést árið 2019. 

Föt Kylie huldu lítið.
Föt Kylie huldu lítið. Thi­baud MO­RITZ/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda